Hvar er sólin í janúar?

Hvernig væri að skella sér til eyju í Karíbahafinu?
Hvernig væri að skella sér til eyju í Karíbahafinu? Ljósmynd/Pexels

Nú þegar styttist í vetrarsólstöður erum við flest orðin heldur þreytt á myrkrinu og þráum ekkert nema sól og smá hita. Þá er sniðugt að kíkja á kortið og athuga hvar sé öruggt að sú gula sýni sig og hitamælirinn fer ekki undir 15 gráður. Eins og gefur að skilja þarf að sækja hitann heldur langt á þessum tíma árs, en ef það er engin fyrirstaða þá eru hér góðar hugmyndir að áfangastöðum. 

Tenerife, Spáni

Tenerife er fínn áfangastaður fyrir þá sem vilja ekki hafa það of heitt. Meðalhitinn í janúar er um 21 gráða og sólin lætur yfirleitt sjá sig eitthvað yfir daginn. Það er ekkert mál að hoppa til Tenerife og flatmaga á bekkjunum í sundlaugargarðinum. Ef Tenerife verður fyrir valinu máttu ekki láta þessa íslensku veitingastaði og bari fara fram hjá þér. 

Barbados-eyjar, Karíbahafi

Ef eyjar heilla þig mikið, þá eru Barbados-eyjar frábær áfangastaður. Meðalhitinn í janúar er um 29°C og sólin kyssir alla sem koma þangað. 

Rio De Janeiro, Brasilíu

Ef þig langar að gera eitthvað framandi þá er Rio De Janeiro afbragðsstaður til að heimsækja. Meðalhitastigið í janúar er 29°C og allir í góðu skapi.

Sydney, Ástralíu

Það hefur reyndar verið aðeins of heitt í Ástralíu upp á síðkastið en sumarið er nýlega gengið í garð þarna alveg hinum megin á hnettinum. Meðalhitastigið í Sydney eru einar 27 gráður í janúar. 

Panama City, Panama

Þú getur bókað tanið á sama tíma og þú bókar flug til Panama City í Panama. Meðalhitastigið í janúar er á bilinu 24-30 gráður, svo það er eins gott að pakka sólarvörninni. 

Maldíveyjar 

Síðan gætir þú gert eins og World Class-erfinginn Birgitta Líf gerði fyrr á þessu ári og skellt þér til Maldíveyja. Meðalhitinn er um 27°C þannig að þar ættir þú að geta fyllt vel á D-vítamínskammtinn.

Það er vel hægt að ná sér í brúnku á …
Það er vel hægt að ná sér í brúnku á Maldíveyjum. Gemunu Amarasinghe
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert