Bestu ráðin fyrir fyrstu Asíu-reisuna

Suðaustur Asía er vinsæll áfangastaður bakpokaferðalanga.
Suðaustur Asía er vinsæll áfangastaður bakpokaferðalanga. Ljósmynd/Pexels

Asía er gríðarlega vinsæl heimsálfa hjá bakpokaferðalöngum og þá sérstaklega suðaustur hluti álfunnar. Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga áður en maður fer til annars heimshluta, þar er margt að sjá og menningin ólík sem við hér á Íslandi. 

Ferðavefur Big 7 Travel tók saman 7 ráð fyrir þá sem eru að fara í fyrsta skipti til suðaustur Asíu. 

Þú þarft ekki að sjá bókstaflega allt

Hvort sem þú ert að ferðast í þrjár vikur eða þrjá mánuði, þá er besta ráðið að reyna ekki að sjá sem flest. Viltu í alvörunni vera á algjöru þani að ná rútu, flugi eða lest bara til þess að sjá sem flest? Það er betra að halda sig við þá staði sem þig langar mest að sjá og láta hina staðina mæta afgangi. 

Kauptu sim-kort í hverju landi

Nýttu þér sim-korta sölur á flugvöllunum og keyptu þér sim-kort til að hafa 3g samband hvert sem þú ferð. Það ætti ekki að kosta meira en um 1500 krónur og þú sleppur við aukagjöld sem gætu safnast upp ef þú ert með íslenska sim-kortið og sparað þér fjölda ferða að spyrja um lykilorðið inn á netið. 

Það getur verið gott veður þó það sé rigningatímabil

Rigningatímabilið í suðaustur Asíu er frá maí fram í október og margir halda kannski að þá sé stöðug rigning. Það er þó ekki tilfellið þó það rigni kannski mikið. Yfirleitt rignir gríðar mikið í nokkrar klukkustundir á dag og þar á milli er ljómandi gott veður. Hótel og flug eru líka ódýrari á þessum tíma árs og því um að gera að nýta það. 

Náðu í Grab-forritið

Grab-forritið er asíska útgáfan að akstursþjónustunni Uber. Hvar sem þú ert getur þú farið inn í forritið og gefið upp staðsetningu. Það er ódýrar en leigubíll og þú getur greitt með kredit eða debet korti. 

Keyptu nesti og niðurhalaðu afþreyingu fyrir langar ferðir

Það er hægt að kaupa mat í löngum lestarferðum en veitingarnar eru oft ekki upp á marga fiska. Ef þú ert að fara í langa lestarferð taktu þitt eigið nesti með. Þar að auki er net í lestum sjaldgæft svo það er gott að vera búinn að ná í efni fyrir fram, hvort sem það eru hlaðvörp, tónlist eða rafrænar bækur. 

Berðu virðingu fyrir heimamönnum og menningu Búddista

Búddatrú er almenn á þessu svæði svo það er almenn regla að bera virðingu fyrir menningu þeirra. Klæddu þig viðeigandi ef þú ert að fara í hof og þú ert í góðum málum. 

Forðastu að fara í dýragarða 

Þegar þú leitar að einhverju að gera í þessum heimshluta reyndu að fara helst á staði sem eru reknir af heimamönnum og styðja við góð og sjálfbær verkefni. Það er hægt að fara í ýmsar ferðir að skoða tígrisdýr, fíla og apa en þar er oftar en ekki farið illa með dýrin. Lestu þér til og forðastu þá staði. 

Matarmarkaður í Víetnam.
Matarmarkaður í Víetnam. Ljósmynd/Pexels
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert