Desember dýrasti ferðamánuðurinn

Það getur verið dýrt að ferðast í desember.
Það getur verið dýrt að ferðast í desember.

Ef þú vilt forðast það að borga fúlgur fjár í ferðalög þá ættirðu að forðast að bóka ferðalagið þitt í desember. Heldur ættirðu að bóka ferð í janúar eða febrúar, en það eru ódýrustu mánuðirnir til að ferðast. 

Samkvæmt nýrri rannsókn TravelSupermarket geta ferðir í desember kostað allt að 200 prósent meira en í janúar eða febrúar. 

Borgarferðir í desember eru dýrastar miðað við aðrar ferðir á sama tíma. Auknar vinsældir jólamarkaða og svokallaðra jólaferða gæti haft þar áhrif. 

Meðalverðið fyrir hótelgistingu eina nótt í stuttri borgarferð í desember er um 20 þúsund krónur samanborið við 9.500 krónur í janúar. 

Ástæðan fyrir lágu verði í janúar og febrúar er líklegast sú að fólk hefur tekið sér mikið frí frá vinnu í kringum stórhátíðirnar og vill þá síður taka sér frí svo stuttu eftir stórhátíðirnar.

Það þarf þó ekki að vera dýrt að ferðast í desember ef þú velur daga sem fáir ferðast á, eins og aðfangadag, jóladag og gamlársdag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka