Það má með sanni segja að íslenska Twitter hafi logað í allan gærdag en hávaðasöm umræða braust þar út um hvort það sé siðferðislega rétt að halla sætum í flugvél.
Líkt og í umræðu um eins heitt málefni skiptust skoðanir að sjálfsögðu í tvennt. Um það bil helmingur taldi það vera argasta dónaskap að halla sætinu sínu í flugvél og taka þar með hluta af plássi annarra í vélinni. Hinn helmingurinn taldi það sjálfsagt mál að halla sætinu sínu og voru jafnvel margir hissa á að allir hölluðu ekki sætinu sínu.
Engin niðurstaða náðist þó í málinu og þorir blaðamaður ekki að skera úr því á þessari stundu hvort það sé í lagi að halla sætinu sínu í flugvél eða ekki. Það er þó ljóst að það getur verið eldfimt að ræða hvort þetta megi og vilji fólk halda friðinn á vinnustöðum eða í matarboðum gæti verið sniðugra að tala bara um veðrið.
Það er 100% í lagi að halla flugsæti. Þetta er ein af fáu aðgerðum okkar lágvaxna fólksins að hefna fyrir að horfa á hnakkann á hávöxnu fólki sem treður sér framfyrir mann á tónleikum af því að það sá svo frábært “spot” sem var laust
— lig.birnir (@meiddur) January 11, 2020
Skil ekki afhverju fólk sem hallar sætinu sínu í flugvél heldur að það megi taka meira pláss en aðrir
— Eyrún Baldursdóttir (@eyrunbaldurs) January 13, 2020
Það mega allir taka jafnmikið pláss (innifalið í því er að halla sætinu aftur). Svo geta þeir sem eiga erfitt með þá staðreynd að það er þröngt í flugvélum keypt sér meira pláss.
— Haukur Bragason (@HaukurBragason) January 13, 2020
Allir: Afhverju kemur það MÉR við þó manneskjan fyrir aftan hafi ekkert pláss? Þægindi MÍN hljóta að vera ofar öllu. Mér dettur ekki einu sinni í hug að spyrja hvort það sé í lagi að halla sætinu. Kurteisi er fyrir annað fólk. ÉG ÉG ÉG!
— Tinna Ólafsdóttir (@TinnaOlafs) January 14, 2020
Ég hélt að það væri frekar óskrifuð regla að allir myndu halla sætinu😂 Nógu óþæginlegt að sitja í flugvél, hvað þá beinn í baki!
— Fanný Ragna Gröndal (@RagnaGrondal) January 15, 2020
það er ekki oft sem ég legg bölvun á fólk en ef þú hallar á mig sætinu í flugvél les ég þér bölbænir það sem eftir lifir flugs svo þú megir fá svefnrofalömun
— 𝕖¯\_(ツ)_/¯𝕓𝕖𝕥 (@jtebasile) January 14, 2020
Næst þegar ég neyðist upp í flugvél ætla ég að sitja aftast til að freistast ekki til að halla sætinu og vera aflífaður af fólki sem heldur að það hafi keypt bæði sitt sæti og mitt og skilur ekki mörk og myndi aflífa mig á samfélagsmiðlunum.
— Thorvaldur Sverrisson (@Valdikaldi) January 14, 2020
Hef kannski nefnt þetta áður, nenni ekki að fletta því upp, en mér finnst æðislegt að vera í flugvél. Vil aldrei að flugferðir endi. Þar get ég kúplað mig út, lesið bók, hlustað á tónlist, lagt mig og gleymt öllum áhyggjum. Fólk sem tuðar um sætishalla er að missa af fegurðinni.
— Stígur Helgason (@Stigurh) January 14, 2020
Af öllu því ömurlega leiðinlefa sem hægt er að tala um já eða ÞRÆTA UM þá hafið þið ákveðið að byrja árið á að rífast um að halla sætum í flugvél? Hvað er að ykkur?
— Bríet af Örk (@thvengur) January 14, 2020
Best að klára þetta mál. Að sleppa því að halla flugsætinu sínu er eins og kaupa sér ís í brauðformi og sleppa því að borða brauðið vegna þess að einhver annar er með glútenóþol. Ef það hallast þá halla ég.
— Birkir B.H (@byrkir) January 14, 2020