Samfélagsmiðlastjarnan Sólrún Diego nýtur nú lífsins í höfuðborg Litháen, Vilníus. Sólrún og eiginmaður hennar Frans Garðarsson skelltu sér þangað fyrir helgi og héldu upp á 29 ára afmæli Sólrúnar á sunnudag.
Sólrún fór í nudd á afmælisdaginn, fékk sér kampavín og fór út að borða. Samkvæmt „story“ á Instagram-reikningi Sólrúnar fóru þau hjónin svo á skauta í dag og fengu sér svo kaffi á Paulig Coffee.