Einkaeyjar sem þú hefur efni á að leigja

Hefur þú komið á einkaeyju?
Hefur þú komið á einkaeyju? Ljósmynd/Pexels

Orðið einkaeyja á kannski ekki heima í orðabókinni þinni enn þá, enda virðist það vera eitthvað sem aðeins þeir ríku og frægu hafa efni á. Þótt ótrúlegt megi virðast eru samt til einkaeyjar sem kosta ekki annan handlegginn heldur eru mun nær hóteli í verði. 

Hinn venjulegi Jón úti í bæ þarf nú líklegast að safna fyrir leigunni á þessum eyjum, en hver vill ekki geta birt myndir af einkaeyju? Þó hún sé bara þín í nokkra daga eða viku.

Coz Castel í Frakklandi.
Coz Castel í Frakklandi. Skjáskot

Coz Castel, Frakklandi

Þú finnur ekki lúxushótel í Parísarborg fyrir undir 230 evrur. Þú getur hins vegar fundið hús á einkaeyju fyrir 232 evrur hverja nótt. Í því geta gist 10 manns svo það lækkar kostnaðinn alveg helling. Hægt er að keyra yfir til eyjarinnar þegar það er fjara. Eyjan er á Bretaníuskaga í norðvesturhluta Frakklands. 

North Twin Lake í Bandaríkjunum.
North Twin Lake í Bandaríkjunum. Skjáskot

North Twin Lake, Maine í Bandaríkjunum

Í Maine í Bandaríkjunum er hægt að finna fjöldann allan af geggjuðum einkaeyjum. Nóttin kostar aðeins um 150 bandaríkjadali. 

L'llot á Máritíus.
L'llot á Máritíus. Skjáskot

L'llot, Máritíus

Það þarf ekki að fara á bát út í þessa eyju þar sem lítil brú liggur út í hana. Þar er gullfalleg strönd og hægt að synda í sjónum við hana. Það er bæði rafmagn og rennandi vatn í húsinu. Allt að 10 manns geta gist í húsinu, sem leigist á 400 bandaríkjadali á nóttina.

Saint George í Bandaríkjunum.
Saint George í Bandaríkjunum. Skjáskot

Saint George, Maine í Bandaríkjunum

Tveir fyrir einn á Saint George Martin. Á eyjunum eru þrjú hús með 10 herbergjum samanlagt. Nóttin fyrir eyjarnar er 550 bandaríkjadalir sem er ekki neitt fyrir tvær einkaeyjar og 10 herbergi.

Lark Caye í Belís.
Lark Caye í Belís. Skjáskot

Lark Caye, Belís

Þessi staður kallast Private Heaven og ekki að ástæðulausu. Eyjan er í Karíbahafinu, rétt hjá dásamlega fallegu kóralrifi. Þarna er rafmagn, heitt vatn og jafnvel hægt að horfa á Netflix ef það er rigning. Nóttin kostar frá 595 bandaríkjadölum, sem er nú ekki mikið fyrir einkaeyju í Karíbahafinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert