„Er bæði týnd og fundin“

Tónlistarkonan Hera Hjartadóttir segir áhugavert að ferðast til Nýja Sjálands.
Tónlistarkonan Hera Hjartadóttir segir áhugavert að ferðast til Nýja Sjálands. mbl.is/Saga Sig

Hera Hjart­ar­dótt­ir tón­list­ar­kona hef­ur verið að vinna að nýrri plötu í þrjú ár, sem er tí­unda plata henn­ar og sú fyrsta sem gef­in er út á vínil. Hún hef­ur ferðast mikið und­an­far­in ár en er nú ný­kom­in aft­ur til Íslands frá Nýja-Sjálandi. 

Hún stend­ur á tíma­mót­um í dag. Seg­ist vera bæði týnd og fund­in, en finnst gott að vera kom­in aft­ur heim þótt hún viti ekki hvert framtíðin muni bera hana. 

„Það er ynd­is­legt að búa á Nýja-Sjálandi og svo margt sem er svipað þar og á Íslandi. Ég get nefnt drama­tíska nátt­úru. Fólkið er yf­ir­leitt af­slappað en há­sum­ar er í kring­um jól­in og það kall­ast „silly sea­son“ þar sem allt er í gangi; bæði strand­ferðir og laut­ar­ferðir. Það er líf og fjör í bæn­um og fullt af viðburðum um jól­in. Síðan eru ára­mót­in og sum­ar­frí­in ofan á allt sam­an.“

For­eldr­arn­ir vildu prófa eitt­hvað nýtt

Hera seg­ir ástæðu þess að hún flutti fyrst út til Nýja-Sjá­lands þá að for­eldr­ar henn­ar vildu prófa eitt­hvað nýtt.

„Árið 1991 ákváðu for­eldr­ar mín­ir að flytja utan og búa á allt öðrum stað í eitt ár. Þau þekktu fólk frá Nýja-Sjálandi sem hafði verið að vinna á Íslandi og pabbi fékk vinnu í gegn­um þau. Þá var ég sjö ára og það var mikið æv­in­týri að vera á leiðinni hinum meg­in á hnött­inn. Ég sá fyr­ir mér að fugl­arn­ir myndu þá fljúga á hvolfi og man hvað það var skrýtið að svan­irn­ir væru svart­ir.

Mamma pakkaði aðallega stutt­bux­um, sum­ar­föt­um og bók­um fyr­ir okk­ur, á leið í sól­ina, en svo kom vet­ur á Nýja-Sjálandi og við fór­um stund­um í öll­um föt­un­um að sofa. Ég man svo vel eft­ir kuld­an­um. Hús­in eru ekki jafn vel ein­angruð og á Íslandi og því finn­ur maður mik­inn mun á sumri og vetri. Sól­in þar er hæst í norðri og þar er kald­ur sunn­an­vind­ur frá suður­hveli. Christchurch var tal­in bresk­asta borg heims um það leyti sem við flutt­um þangað og fjöl­mörg hús byggð sem sneru í sömu átt og á Englandi, marg­ar göt­ur eru nefnd­ar eft­ir stöðum og fólki frá Englandi. Við bjugg­um á Mount­batten street í New Bright­on fyrst þegar við kom­um til Nýja-Sjá­lands.

Þetta voru 10 mánuðir á Nýja-Sjálandi árið 1991, en afi dó skyndi­lega og við pökkuðum sam­an og kom­um aft­ur til Íslands til að vera með fjöl­skyld­unni. Árið 1995 flutt­um við svo al­veg út, þá voru mamma og pabbi kom­in með heimþrá til Nýja-Sjá­lands og pabbi fór aft­ur í sömu vinn­una þar, þá var ég 12 ára.“

Var skrýtna stelp­an frá út­lönd­um og lenti í einelti

Heru fannst um­hverfið skemmti­legt þótt lífið hafi ekki alltaf verið auðvelt fyr­ir hana. 

„Ég man hvað þetta var skemmti­legt um­hverfi fyr­ir barn og hvað við ferðuðumst mikið um suður­eyj­una, eydd­um sum­ar­frí­um á strönd­inni synd­andi með sel­um og snorklandi eft­ir paua-skelj­um. Það var mikið af fjöll­ista­fólki í vina­hópi mömmu og pabba, þar á meðal Ar­ab­ella Churchill, barna­barn Winst­ons Churchills, og maður­inn henn­ar hann Hagg­is. Ég fór svo til þeirra og spilaði á Gla­st­on­bury-hátíðinni í Bretlandi mörg­um árum seinna.

Ég fékk al­veg ein­stak­lega mik­inn stuðning frá for­eldr­um mín­um, sem 15 ára ung­ling­ur var ég far­in að semja ljóð og lög og byrjuð að taka upp plötu í tölv­unni heima með pabba. Jafn­aldr­ar mín­ir voru ekki nógu göm­ul til að koma á staðina sem ég var að spila á en mamma og pabbi fóru með mér út um allt. Ég kom fram á kaba­rett­kvöld­um á bar sem heit­ir Wund­er­bar í Lyttelt­on, ásamt dragdrottn­ing­um og El­vis-eft­ir­herm­um. Fólkið á staðnum var margt rúss­nesk­ir sjó­ar­ar og alls kon­ar skraut­legt og skemmti­legt fólk. Sem dæmi kenndi töframaður­inn Mister Moon mér ým­is­legt í fram­komu. Eins spilaði ég á mörg­um „open mic“-kvöld­um hér og þar í borg­inni. Þetta var í raun­inni besti skóli sem hægt er að hugsa sér og er ég enda­laust þakk­lát fyr­ir þetta ótrú­lega upp­eldi. Ég fór líka í leik­list og tók þátt í mörg­um skemmti­leg­um sýn­ing­um.

Á sama tíma fannst mér ég ekki passa al­veg inn í skóla­kerfið. Ég lenti í einelti, var skrýtna stelp­an frá út­lönd­um og leið því oft illa. Ég borðaði nestið mitt ein inni á kló­setti. Krakk­ar geta verið grimm­ir.

Hera segir að hún hafi aldrei passað inn í skólakerfið …
Hera seg­ir að hún hafi aldrei passað inn í skóla­kerfið sem barn í Nýja Sjálandi og hafi lennt í m.a. einelti. mbl.is/​Saga Sig

Ég fór í kaþólsk­an skóla þar sem all­ir gengu í skóla­bún­ing­um sem er al­gengt í mörg­um skól­um á Nýja-Sjálandi. Mín­ar bestu minn­ing­ar frá staðnum eru rétt áður en ég kláraði en þá var ég far­in að halda reglu­lega tón­leika utan skól­ans og spilaði svo oft á tröpp­un­um í frí­mín­út­um í sól­inni.“

Hvar bjóstu?

„Ég bjó í Christchurch, á suður­eyj­unni. Sú borg hef­ur lent í hræðileg­um ham­förum. Í fe­brú­ar árið 2011 varð svaka­leg­ur jarðskjálfti og 80% af miðbæn­um hrundu. Það breytti í raun­inni öllu; í kjöl­farið kynnt­ist ég góðum hópi af tón­lista­mönn­um og lista­mönn­um. Ég tók þátt í og skipu­lagði fjölda viðburða og tón­leika utan kass­ans þar, en við misst­um flesta tón­leik­astaðina og borg­in var í mol­um.

Þar mynduðust hins veg­ar sterk tengsl. Við stofnuðum fyr­ir­tækið Fled­ge sem var með það að mark­miði að halda utan um og skapa tæki­færi fyr­ir lista­menn og tón­list­ar­menn í borg­inni. Ég vann þá mikið í sam­vinnu við Christchurch City Council og Creati­ve New Zea­land-lista­stofn­un­ina sem var einnig að reyna að halda list­inni lif­andi. En marg­ir fluttu á brott eft­ir jarðskjálft­ana.“

Þegar kem­ur að upp­á­halds­stöðum henn­ar í borg­inni kem­ur fjöl­margt upp í hug­ann. 

„Hagley park er garður í miðri Christchurch, stærsti inn­an­bæjarg­arður á Nýja-Sjálandi. Þar er svo fal­legt að ganga og skoða meðal ann­ars rósag­arðinn og Mon­key Tree, sem hægt er að klifra upp. Grenið ligg­ur utan við tréð eins og vegg­ir og það er al­gjört undra­land að ganga inn í tréð.

Þar er líka hægt að sigla á Avon ri­ver í gegn­um garðinn. Ég mæli með að finna „punt­ing on the avon“, þar sem mann­eskja sem er klædd í fatnað frá Edw­ards-tím­an­um ýtir flat­botna bát með töng. Mjög fal­leg og róm­an­tísk upp­lif­un. 

Mér þykir líka alltaf vænt um strönd­ina í Bright­on og Sumner, og Port Hills þar sem er hægt að ganga og horfa yfir Christchurch.

Und­an­far­in þrjú ár hef ég líka eytt mikl­um tíma í litl­um bæ sem heit­ir Ak­aroa sem er í um það bil 90 mín­útna öku­fjar­lægð frá Christchurch. Ak­aroa er sjáv­arþorp þar sem flest­ar göt­urn­ar heita frönsk­um nöfn­um. Um­hverfið þar er ró­legt og fal­legt, fugla­söng­ur sem er engu lík­ur. Þar er allt fullt af kaffi­hús­um og veit­inga­stöðum. Litl­ir höfr­ung­ar synda í fjör­unni ná­lægt bæn­um. Þar þekkj­ast all­ir og bær­inn tek­ur á móti mörg­um skemmti­ferðaskip­um á hverju sumri svo þar er fólk frá öll­um heims­horn­um.“

Hvernig mynd­ir þú skipu­leggja drauma­dag í borg­inni?

„Ef það væri um helgi myndi ég byrja dag­inn á að heim­sækja Riccart­on Bush Mar­ket þar sem hægt er að smakka alls kon­ar góðan mat og kaupa ferska ávexti og græn­meti beint frá bænd­um. Þar er einnig oft lif­andi tónlist á sumr­in og gott að setj­ast í grasið og bara njóta lífs­ins.

Svo myndi ég fara í Hagley Park í göngu­túr og báts­ferð. Ganga um í miðbæn­um þar sem mikið er af nýj­um veit­inga- og kaffi­hús­um. Ég mæli einnig með að fara á sýn­ingu í Isaac Theatre Royal og ganga svo niður New Re­g­ent Street þar rétt hjá. Enda síðan á litl­um vín­b­ar sem heit­ir Vesu­vi­os sem býður oft upp á lif­andi tónlist.

Ef ég mætti síðan tvö­falda þenn­an drauma­dag myndi ég mæla með að keyra til Ak­aroa. Borða morg­un­mat á veit­inga­húsi sem heit­ir Ma Mai­son. Hann býður upp á æðis­legt út­sýni yfir sjó­inn. Síðan myndi ég fara í sigl­ingu að skoða eða synda með höfr­ung­um. Allt í kring eru skemmti­leg­ar göngu­ferðir (e. Arts Trail) með alls kon­ar skúlp­túr­um og lista­verka­hús­um. Ef dag­ur­inn mætti vera lang­ur myndi ég einnig heim­sækja Shamarra Alpacas-garðinn og bóka svo gist­ingu á Treecrop farm, sem er ynd­is­leg­ur staður þar sem ein­fald­leik­inn er í fyr­ir­rúmi, kerta­ljós í nátt­úr­unni og hægt að fara í bað úti þar sem kind­ur ganga um í garðinum. Úrvalið er enda­laust af góðum mat en Mandala er nýtt veit­inga­hús sem ég get hik­laust mælt með.“

Alltaf verið að vara við veðrinu

Hera er ánægð með að vera kom­in aft­ur heim þótt hún viti ekki hversu lengi hún mun dvelja í land­inu.

„Þetta er fyrsti vet­ur­inn sem ég hef upp­lifað án þess að ferðast í mörg ár. Það er skrýtið að sjá sól­ina svo lítið núna en í sum­ar fann ég fyr­ir svo mik­illi orku. Mér finnst svo skemmti­legt að ferðast um landið og spila og sjá nýja staði í nátt­úr­unni. Ég gekk Lauga­veg­inn í fyrsta skiptið í sum­ar og það var al­veg ótrú­legt. 

Hvers saknaðir þú mest við Ísland þegar þú bjóst úti?

„Fólks­ins og nátt­úr­unn­ar, hef líka saknað þess að kom­ast í ís­lenska hönn­un, sjón­varps­efni, bæk­ur og kvik­mynd­ir. Ég elska ís­lenskt nammi og lakk­rís!“

Ertu búin að setja þér mark­mið fyr­ir árið 2020?

„Næst á dag­skrá hjá mér er að fara á Vest­f­irðina, þar sem ég er að spila á Þing­eyri 23. janú­ar, á Suður­eyri 24. janú­ar og Ísaf­irði 25. janú­ar. Þetta verður fyrsta skiptið sem ég kem vest­ur í 11 ár og ég hlakka mikið til. Það er reynd­ar enda­laust verið að vara mig við veðrinu, en von­andi geng­ur það yfir með tím­an­um. Seinna mun ég fara til Banda­ríkj­anna að spila á SXSW-tón­list­ar­hátíðinni í Aust­in, Texas. Það verður í mars í kjöl­far þess að nýja plat­an mín kem­ur út. Ég hef verið að vinna með Barða Jó­hanns­syni sem fram­leiðir efnið mitt og spil­ar. Þetta hef­ur verið æðis­legt ferli og mér finnst hálfó­trú­legt að tón­list­in sé að koma út. Það verða 11 lög á plöt­unni sem er tek­in upp á Íslandi, Nýja-Sjálandi og í Banda­ríkj­un­um. Loka­hnykk­ur­inn í vinnslu efn­is­ins var í Englandi. Það koma fjöl­marg­ir lista­menn að henni og ég er ótrú­lega þakk­lát fyr­ir þessa út­gáfu, en þetta er tí­unda plat­an mín og sú fyrsta sem kem­ur út á vínil.“

Hera segir að uppeldið sem hún fékk hafi að mörgu …
Hera seg­ir að upp­eldið sem hún fékk hafi að mörgu leiti verið ein­stakt, en frek­ar óhefðbundið. mbl.is/​Saga Sig
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert