Slæmar fréttir frá Tenerife

Jón Magnússon.
Jón Magnússon.

„Sú frétt, að ferðamaður á Tenerife sé smitaður af kórónuveirunni, er eitt það versta sem gat komið fyrir. Tenerife er ferðamannaeyja, þar sem ferðamenn dveljast venjulega ekki lengur en 2-3 vikur,“ segir Jón Magnússon, fyrrverandi alþingismaður og lögmaður, í sínum nýjasta pistli á bloggi sínu á mbl.is: 

Enginn veit hverja sá smitaði umgengst, en hann er á hóteli þar sem um tugur Íslendinga er og hótel sem eru vinsæl af Íslendingum eru í næsta nágrenni. Vinur minn sem ætlaði til Tenerife í morgun, hætti við þegar hann fékk fréttirnar, en hótelið hans er einmitt næsta hótel við það, þar sem fólk er nú í einangrun.

Fólk hefur verið að koma frá Tenerife og mun koma þar sem engar takmarkanir eru á ferðum fólks. Það er því brýn ástæða til að við tökum hættuna alvarlega og gerum strax ráðstafanir til að fræða fólk um það hvernig má draga úr líkum á að smitast og koma fyrir handspritti sem víðast til að fólk geti hreinsað hendur eftir að hafa snert fólk og hluti sem eru útsettir fyrir smit. 

Hætta  á að kórónuveiran verði greind og dreifi sér á Íslandi er nú raunveruleg. Því miður og þá er allur varinn góður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert