Sjáðu hvernig Tenerife leit út árið 1970

Árið 2020 og árið 1970.
Árið 2020 og árið 1970. Samsett mynd

Tenerife er einn vinsælasti ferðamannastaður í heimi. Þar eru falleg hótel, sundlaugagarðar og verslun og þjónusta. 

Ameríska ströndin, eða Playa de las Americas, er einn vinsælasti staðurinn en hún er á syðri hluta eyjarinnar. Þar er hlýrra og þurrara heldur en á norðurhluta eyjarinnar. En Ameríska ströndin hefur ekki alltaf litið út eins og hún gerir. Í dag er hún ferðamannaparadís með fjölda hótela og veitingastaða. 

Svona lítur Ameríska ströndin út í dag.
Svona lítur Ameríska ströndin út í dag. Skjáskot/GoogleMaps

Fararstjórar Tenerife deildu þessari áhugaverðu mynd á Facebook af því hvernig Ameríska ströndin leit út fyrir 50 árum eða árið 1970. Á myndinni má sjá Torres del Sol sem eru íbúðir í einkaeigu. Í bakgrunni er hótelið Europe. Það hrundi að hluta til árið 1990 og var á endanum rifið árið 1998. Á sama stað stendur nú hótelið Europe Villa Cortes. Vinstra megin við Europe má sjá saltnámur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert