Unga fólkið óánægt með lokun á Miami

Þessi ljósmynd var tekin á Miami þann 15. mars síðastliðinn …
Þessi ljósmynd var tekin á Miami þann 15. mars síðastliðinn þegar yfirvöld lokuðu ströndinni klukkan fimm á staðartíma. mbl.is/JOE RAEDLE

Bandaríkjamenn fylgdust furðu lostnir með ungu fólki sem lét ástandið í heiminum ekki stoppa sig í því að fara í frí (e. spring break). CBS News vísaði í frétt Reuters um málið, þar sem tekin voru viðtöl við nokkra einstaklinga eftir ákvörðun stjórnvalda um að takmarka opnun skemmtistaða og veitingahúsa um síðustu helgi. 

Sérfræðingar í Bandaríkjunum segja aldamótakynslóðina og þá sem láta ekki viðvaranir ríkisstjórnarinnar stoppa sig vera vá sem muni valda miklum skaða í landinu.

Á þriðjudaginn síðasta var harðar tekið á málunum í Miami og var m.a. veitingahúsum og skemmtistöðum lokað tímabundið. 

Á meðal þeirra sem vakið hafa máls á þessu er læknirinn Dena Grayson. 

Þetta unga fólk virðist illa upplýst. Fleiri fréttir hafa birst í fjölmiðlum að undanförnu þar sem rætt er við ungt fólk sem virðist fá fjármagn til að lifa hátt en litla umhyggju eða aðstoð frá foreldrum sínum. Sumir eru á því að þetta sé ein birtingarmynd vanrækslu og sé átakanlegt að fylgjast með málum frá þessu sjónarhorni. 

Ferðalög á þessum tíma ársins hafa verið föst venja í Bandaríkjunum. Strendurnar víðs vegar um Flórída virðast ennþá fullar af fólki þrátt fyrir viðvaranir stjórnvalda. 

Á ljósmyndum frá AFP má sjá fólk á öllum aldri liggja á strönd þar sem það sleikir sólina, í mikilli nálægð hvað við annað, þrátt fyrir viðvaranir stjórnvalda þess efnis. 

Fjölmargir ráðleggja það að vera úti, m.a. á ströndinni ef fólk er búsett nálægt strönd, en mikilvægt sé að forðast margmenni vegna smithættu.

Gullni meðalvegurinn virðist gilda í þessu eins og svo mörgu öðru.

Þessi ljósmynd var tekið við Clearwater ströndina í Flórída þann …
Þessi ljósmynd var tekið við Clearwater ströndina í Flórída þann 18. mars síðastliðinn. Fólkið lét sér fátt um finnast þó varað hafði verið við að vera í of mikilli nálægð við aðra vegna kórónuvírusins. mbl.is/Mike Ehrmann
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka