Í kappi við lokun landamæra á leiðinni heim

Guðbjörg er á leiðinni heim til Íslands, töluvert fyrr en …
Guðbjörg er á leiðinni heim til Íslands, töluvert fyrr en hún gerði ráð fyrir. Ljósmynd/Aðsend

Guðbjörg Lára Más­dótt­ir er nú kapp­hlaupi við tím­ann á leið heim til Íslands frá Kosta Ríka. Ljóst er að landa­mæri fjölda ríkja munu lokast á næstu dög­um og vik­um á meðan kór­ónu­veiru heims­far­ald­ur­inn geis­ar. Þegar blaðamaður náði í Guðbjörgu var hún stödd á flug­vell­in­um í New York í Banda­ríkj­un­um. 

Guðbjörg flutti til Kosta Ríka í lok árs 2019 og hugðist dvelja þar fram til árs­ins 2021 en hún stefn­ir á há­skóla­nám í Kosta Ríka næsta haust. Vegna þess að hún er aðeins skráð sem ferðamaður í land­inu er hún ekki með neina sjúkra­trygg­ingu í rík­inu. 

Ég spáði í raun­inni ekki einu sinni í því að halda heim fyrr en á mánu­dag­inn. Umræðan um veiruna var voða lít­il í Kosta Ríka svona til að byrja með, ég var til dæm­is á ferðalagi um Panama í fe­brú­ar og til 9. mars  þegar ég kom aft­ur inn í Kosta Ríka í gegn­um landa­mær­in þar voru ná­kvæm­lega eng­ar aðgerðir vegna veirunn­ar.

Ég bara sýndi pass­ann og rölti í gegn. Það var ekki fyrr en í þeirri viku 9. -13. mars sem veir­an verður al­vöru umræðuefni hérna og öll­um skól­um, grunn­skól­um og há­skól­um lokað upp úr því. Í fram­haldi af því fara öll mín plön næstu mánuði þangað til skól­in byrj­ar á hold og í fyrstu var það bara ágætt, ég hugsaði að ég myndi bara fresta plön­un­um um svona tvær vik­ur mesta lagi þrjár. Ekk­ert slæmt við það að njóta lífs­ins í Kosta Ríka,“ seg­ir Guðbjörg í viðtali við mbl.is. 

Guðbjörg á toppi hæsta fjalls Panama með vinkum frá Japan …
Guðbjörg á toppi hæsta fjalls Panama með vink­um frá Jap­an og Aust­ur­ríki þann 27. fe­brú­ar síðastliðinn. For­eldr­ar henn­ar voru þá í sótt­kví heima á Íslandi en Guðbjörg seg­ir að þarna meg­in á hnett­in­um hafi fólk lítið verið að spá í veirunni þar til fyr­ir tveim­ur vik­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Svo byrj­ar raun­veru­leik­inn að læðast upp að manni, byrjað að loka landa­mær­um allt í kring­um Kosta Ríka líkt og allsstaðar ann­arsstaðar í heim­in­um, frétt­ir þar sem ut­an­rík­is­ráðherra hvet­ur ís­lend­inga til þess að snúa heim og ég fer virki­lega að íhuga mína stöðu en eins og er er ég með stöðu ferðamanns í Kosta Ríka. Ég er ekki leng­ur ör­ugg. Hvort sem ég hugsi út í það að eitt­hvað ger­ist í Kosta Ríka eða að ástandið verði al­var­legt heima á Íslandi þá ligg­ur það strax aug­um uppi að ég þurfi að fara heim og ég þurfi al­deil­is að hafa hraðar hend­ur. Þetta ger­ist allt á mánu­dag­inn. Ég hef sam­band við sendi­herra Íslands í Kan­ada og borg­araþjón­ust­una og ég bóka miða strax á þriðju­dags­morg­un og lagði svo af stað á miðviku­dags­morgni,“ seg­ir Guðbjörg. 

Hún seg­ir for­gangs­röðun­ina verða skýra í ástandi sem þessu, efst á list­an­um er fjöl­skylda og ör­yggi. „Ég upp­lifði mig allt i einu án þess­ara beggja og óvíst hvenær ég fengi þetta tvennt til baka ef ég tæki ekki ákvörðun hratt um hvað ég skyldi gera,“ seg­ir Guðbjörg. Flugið sem hún tók í gær­morg­un með United Air­lines út úr land­inu var það síðasta á veg­um flug­fé­lags­ins. Delta Air­lines er eina flug­fé­lagið sem flýg­ur enn út úr land­inu og seg­ir Guðbjörg lík­legt að það muni hætta að fljúga á sunnu­dag­inn. Eft­ir það verður ekki flogið út úr Kosta Ríka fyrr en í fyrsta lagi 4. maí. 

Hún seg­ir ástandi í Kosta Ríka hafa breyst hratt og að fólk sé orðið stressað. Búið er að loka landa­mær­um fyr­ir öll­um út­lend­ing­um og hver veit­ingastaður­inn á fæt­ur öðrum er að loka. 

Þetta land bygg­ir næst­um því allt sitt lífsviður­væri á ferðamannaiðnaðinum og hef­ur gert það í mörg, mörg ár. Það al­gert út­göngu­bann milli 22:00 og 05:00 nema fyr­ir sjúkra­bíla.
Öll sem geta og eru upp­lýst um aðstæður eru í sjálf­skipaðri sótt­kví ástæðan fyr­ir því að ég nefni „þau sem eru upp­lýst“ er að hér er mik­il stétt­ar­skipt­ing og það er bara þannig að sem ein­stak­ling­ur í lægri stétt sam­fé­lags­ins hérna get­ur vel verið að þú vit­ir ekki hvað sé að eiga sér stað í alþjóðasam­fé­lag­inu og/​eða ger­ir þér ekki grein fyr­ir al­var­leika máls­ins.

Við höf­um ekki öll aðgengi að In­ter­net­inu og ef maður er að reyna að upp­fylla grunnþarf­ir sín­ar svosem hafa í sig og á dag frá degi og eiga þak yfir höfuðið þá er fátt annað sem skipt­ir máli. Sem dæmi átti ég sam­tal við konu sem vinn­ur sem þjón­ustu­kona á heim­ili í síðustu viku og hún vissi ekki um hvað ég væri að spyrja þegar ég fór að spjalla um COVID-19,“ seg­ir Guðbjörg. 

Þakk­læti er Guðbjörgu efst í huga þar sem hún sit­ur með rauðvín í plast­glasi á flug­vell­in­um í New York, á leið til London og síðan loks til Íslands. 

Á flugvellinum í New York þann 25. mars að bíða …
Á flug­vell­in­um í New York þann 25. mars að bíða eft­ir næsta flugi. Ljós­mynd/​Aðsend

Ég flaug til New York í morg­un og er þar núna að bíða eft­ir næsta flugi með rauðvíns­glas í plast­glasi með loki og röri. Það kem­ur bara sápa úr ein­um vask en stemn­ing­in er samt sem áður bara frek­ar góð. Það er lít­ill fugl hérna inni flögrandi um að létta gest­um lífið.

Næsti legg­ur er til London og þar mun ég koma til með að vera í sól­ar­hring að bíða eft­ir flug­inu mínu heim til Íslands. Ég tel mig bara vera nokkuð heppna með þessa leið og þakka enn og aft­ur borg­araþjón­ust­unni fyr­ir alla aðstoðina, þau eru búin að vera dá­sam­leg í gegn­um þetta allt, þakka sér­stak­lega Ólöfu hjá sendi­ráði Íslands í Kan­ada og Sesselju í New York. Það er al­deil­is verið að passa upp á okk­ur ís­lend­ing­ana á heim­leið og það fyll­ir mann rosa­lega miklu ör­yggi og hlýju,“ seg­ir Guðbjörg.

Hún hyggst snúa aft­ur til Kosta Ríka þegar storm­inn tek­ur að lægja og landa­mær­in opin út­lend­ing­um á ný. „Skól­inn er á veg­um Sam­einuðu þjóðanna og ein­hverra hluta vegna næst­um því ein­ung­is „út­lend­ing­ar“ sem sækja nám í hann þannig það verður spenn­andi að sjá hvað set­ur en ég fer aft­ur til Kosta Ríka það er klárt mál, hvenær sem það verður. Í bili er það ör­yggið, heils­an og fjöl­skyld­an sem skipta öllu máli,“ seg­ir Guðbjörg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert