Flugfreyja vinnur heiman frá

Flugfreyja grínaðist með starf sitt í ferðabanni.
Flugfreyja grínaðist með starf sitt í ferðabanni. skjáskot/Youtube

Ekki eru allir svo heppnir að geta unnið heiman frá. Flugfreyjur og flugþjónar eiga til dæmis í miklum erfiðleikum með það að vinna heima hjá sér en margir í greininni eru ekki að vinna núna. Flugfreyja reyndi að gera gott úr stöðunni og útbjó grínþátt um heimavinnandi flugfreyju á Youtube með eiginmanni sínum, grínistanum Wes Barker. 

Flugfreyjan Kirsten flýgur alla jafna fyrir kanadíska flugfélagið WestJet en hún flýgur ekki mikið þessa dagana. Hún nýtti tímann og skrifaði grínþáttinn sem eiginmaður hennar, grínistinn Wes Barker birti á Youtube. Eiginmaður hennar er sjálfur grínisti og kemur heldur ekki mikið fram þessa dagana. 

Hér sést flugfreyjan við klósettið heima hjá sér rétt eins …
Hér sést flugfreyjan við klósettið heima hjá sér rétt eins og í flugi. skjáskot/Youtube

Grínþátturinn er fjórar mínútur og sýnir flugfreyjuna uppáklædda reyna að þjóna og leiðbeina eiginmanni sínum líkt og hann væri staddur í flugvél. Hún biður hann um að fara eftir öryggisreglum, segir honum þegar klósettið er upptekið og hringir í hann af hótelherbergi. 

Það kvarta margir yfir því að þurfa vinna að heima en þeir geta að minnsta kosti huggað sig við það að geta unnið heima, það eru ekki allir svo heppnir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert