Hætta að selja í miðjusætið

Ekki verður í boði að sitja í miðju sætinu í …
Ekki verður í boði að sitja í miðju sætinu í vélum Easy Jet til að byrja með. AFP

Flugfélagið Easy Jet ætlar að hætta að selja farþegum miðjusæti í vélum sínum til þess að þeir getið haldið sig í hæfilegri fjarægð hver frá öðrum.

Flugfélagið lagði öllum flota sínum í lok mars vegna kórónuveirufaraldursins. Johan Lundgren, framkvæmdastjóri EasyJet, vonast til að þetta skipulag verði til þess að fólki hugnist frekar að ferðast.

„Þetta er nokkuð sem við teljum að viðskiptavinir okkar vilji sjá,“ sagði Lundgren í viðtali við BBC.

Í tilkynningu frá EasyJet kemur fram að þessi framkvæmd, að selja ekki í miðjusætið, verði aðeins tímabundin þar til flugsamgöngur komast aftur í lag.

Lundgren sagði að þetta væri nokkuð sem flugfélagið gæti auðveldlega gert á meðan vélar þeirra væru ekki fullar og þau gerðu ekki ráð fyrir að vélarnar myndu fyllast í náinni framtíð.

„Ég hef talað um að þetta verði tímabundið. Enginn veit hversu lengi það tímabil mun vara. Ég tel mikilvægt að viðskiptavinir okkar skilji að við tökum þetta mjög alvarlega. Heilsa farþega okkar og annarra er okkur mjög mikilvæg,“ sagði Lundgren.

Lundgren sagði einnig í viðtalinu að bókanir fyrir næsta vetur væru komnar fram út bókunum á sama tíma á síðasta ári. Ástæðan væri sú að fólk sem átti bókað flug nú á vormánuðum og í sumar hefði fært flugferðir sínar fram á haustið og veturinn. 

EasyJet hefur fengið á sig þá gagnrýni á síðustu vikum að farþegar eigi erfitt með að fá endurgreitt fyrir flugferðir sem þeir geta ekki nýtt vegna ástandsins í heiminum. Einhverjir vildu heldur endurgreiðslu en að endurbóka seinna á árinu og hefur fyrirtækið ekki orðið við óskum margra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert