Svona var sumarið 1946

Mynd frá árinu 1946.
Mynd frá árinu 1946. Skjáskot/Ísland á filmu

Kvikmyndasafn Íslands tók nýjan vef í notkun á dögunum sem ber heitið Ísland á filmu þar sem má finna ótrúleg myndskeið af Íslandi hér á árum áður. Þar á meðal er þetta myndskeið þar sem Íslendinga njóta góða veðursins.

Nú líður senn að sumri og margir farnir að velta fyrir sér hvernig veðrið verði þetta sumarið. Ekki er útlit fyrir að við Íslendingar getum brugðið undir okkur betri fætinum og skellt okkur á sólarströnd í sumar og verðum því að láta íslensku sólina duga þetta sumarið. Sundlaugar hafa þar að auki verið lokaðar í margar vikur og ekki er útlit fyrir að þær opni aftur fyrir almenningi fyrr en í byrjun júní. 

Það er því góð upphitun að skoða hvernig sumarið var árið 1946 þegar Reykvíkingar böðuðu sig í sólinni og skelltu sér til sunds í Laugardalslaug og Sundhöll Reykjavíkur. 

Myndskeiðið hér fyrir neðan er úr kvikmyndinni Reykjavík vorra daga, fyrri hluti eftir Óskar Gíslason.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert