Lestarkerfi New York mannlaust

Neðanjarðarlestakerfi New York-borgar í Bandaríkjunum hefur verið lokað í fyrsta skipti í sögu borgarinnar. Vegna útgöngubanns í borginni eru fáir á ferli og því nýta starfsmenn borgarinnar tímann til að sótthreinsa allar lestarnar og stoppistöðvarnar. 

Lestarkerfið var lokað frá klukkan 1 til 5 síðastliðnanótt í New York. Í myndbandinu hér fyrir ofan má sjá myndband af starfsmönnum borgarinnar sótthreinsa lestarnar. 

Hverjir þeir sem heimsótt hafa borgina kannast eflaust við lestarkerfið en það er einstaklega skilvirk og góð leið til að komast um borgina. Lestirnar ganga allan sólarhringinn allan ársins hring. 

AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert