Ásýnd starfsfólks um borð í flugvélum Qatar Airways hefur gjörbreyst frá því sem farþegar flugfélagsins eiga að venjast. Rauði liturinn sem aðgreinir flugfreyjur félagsins svo vel mun ekki lengur verða í aðalhlutverki. Flugfélagið greindi nýlega frá breytingunum til þess að auka öryggi starfsfólks og flugfarþega vegna kórónuveirunnar.
Á vef flugfélagsins kemur fram að starfsfólk í flugvélum muni klæðast einnota heilgöllum til þess að verjast smitum. Starfsfólk verður þó ekki bara í þægilegum heimafötunum undir göllunum þar sem það kemur fram að starfsfólk á borð við flugfreyjur muni klæðast göllunum yfir einkennisföt sín.
Einnig verður starfsfólk með grímur, hlífðargleraugu og hanska. Farþegar þurfa einnig að vera með andlitsgrímur.
Our cabin crew are now required to wear disposable full body personal protective equipment (PPE) over their uniforms, including safety goggles, gloves and a mask #TakingYouHomehttps://t.co/6LZ3YA4iK6 pic.twitter.com/VbIT2O6bOB
— Qatar Airways (@qatarairways) May 18, 2020