Feneyjar vakna aftur til lífsins

Feneyingar njóta veitinga eftir að útgöngubanni var aflétt.
Feneyingar njóta veitinga eftir að útgöngubanni var aflétt. AFP

Götur og síki Feneyja eru að vakna aftur til lífsins eftir að útgöngubanni var aflétt í gær. Útgöngubann hefur verið í gildi síðan 10. mars síðastliðinn og kaupmenn því spenntir að opna aftur. 

Þótt kaupmenn eyjarinnar hafi verið spenntir að opna dyr sínar á ný velta heimamenn því fyrir sér fyrir hverja kaupmennirnir séu að opna þar sem engir ferðamenn séu á ferli. 

Feneyjar eru einn af þeim stöðum í heiminum sem hafa glímt við of stóran straum ferðamanna. Um 30 milljónir ferðamenn hvaðanæva að úr heiminum heimsækja Feneyjar á ári hverju. Fæstir af þeim ferðamönnum eru ítalskir og þrátt fyrir að útgöngubanni hafi verið aflétt þykir ólíklegt að ítalskir ferðamenn flykkist til Feneyja. 

„Þegar borgin opnar í næstu viku mun þetta verða eiginlega eins. Ferðamenn munu ekki koma aftur fyrr en landamærin opna og ferðalög erlendis verða leyfð,“ sagði Matteo Secchi, framkvæmdarstjóri ferðaskrifstofunnar Venessia í viðtali við CNN í síðustu viku. 

Ekki er fyrirhugað að opna landamæri Ítalíu fyrir ferðamönnum fyrr en í júní.

Gondólaræðari með andlitsgrímu á fyrsta degi eftir samkomubann.
Gondólaræðari með andlitsgrímu á fyrsta degi eftir samkomubann. AFP
Útgöngubanni var aflétt í Feneyjum á mánudag.
Útgöngubanni var aflétt í Feneyjum á mánudag. AFP
Gondólaræðarar.
Gondólaræðarar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert