Rómantískustu gististaðir Íslands

Það er fallegt á Suðurlandi.
Það er fallegt á Suðurlandi. Facebook/Seljalandsfoss Horizons

Ástin fæst hvorki keypt né seld en henni má svo sannarlega fagna úti í íslenskri náttúru. Ferðavefurinn tók saman nokkra rómantíska gististaði fyrir fólk í ástarhugleiðingum.

Seljalandsfoss Horizons

Á Hvolsvelli nálægt Seljalandsfossi má finna þennan fjölskyldurekna gististað sem samanstendur af litlum bústöðum í gullfallegu umhverfi. Bústaðirnir eru allir hinir glæsilegustu og vandað hefur verið til verka. Þá er aðeins um þriggja mínútna akstur að Seljalandsfossi og tuttugu mínútna akstur á Sólheimasand.

Vandað hefur verið til verka.
Vandað hefur verið til verka. Facebook/Seljalandsfoss Horizon

Hótel Flatey

Frá Stykkishólmi er hægt að taka ferjuna Baldur út í Flatey en Hótel Flatey opnar 1. júní. Flatey er annáluð náttúruperla. Þar eru engir bílar og fuglalífið einstakt. Hótel Flatey endurspeglar gamla sjarmann sem þar ræður ríkjum.

Útsýnið er dásamlegt.
Útsýnið er dásamlegt. Facebook/Hótel Flatey

Sigló hótel

Hótelið á Siglufirði er hið glæsilegasta, það stendur við smábátahöfnina og útsýnið yfir fjörðinn er óviðjafnanlegt. Hótelið opnaði í maí og á heimasíðu þess má finna mörg góð tilboð. Á Siglufirði er hægt að heimsækja söfn og kaffihús en svo er líka stutt þaðan að keyra í dagsferð til Akureyrar.

Rómantík við höfnina.
Rómantík við höfnina. Facebook/Sigló Hótel

Place to Read

Við Aðalstræti 4 á Akureyri stendur virðulegt hús sem áður var apótek en er nú búið að breyta í hótel undir heitinu Place to Read. Húsið er hannað með það í huga að þangað sé gott að koma og gefa sér tíma til að lesa. Hvað gæti verið rómantískara en að lesa fyrir hvort annað nokkur vel valin ljóð?

Staður til þess að njóta lestrar.
Staður til þess að njóta lestrar. Facebook/Place to read

Kúluhús

Það er fátt rómantískara en að horfa upp í heiðan himin í fallegu umhverfi. Kúluhús sem þessi taka þá hugmynd á annað stig og eru uppskrift að ógleymanlegu ferðalagi.

Í kúluhúsi er gott að sofa.
Í kúluhúsi er gott að sofa. Buubble.com/is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert