Bjóða upp á þykjustuferðalög á flugvellinum

Þykjustuferðalag á flugvelli hljómar eflaust vel fyrir þá sem sakna …
Þykjustuferðalag á flugvelli hljómar eflaust vel fyrir þá sem sakna flugvallanna. AFP

Songshan-flugvöllurinn í Taipei í Taívan hefur ákveðið að bjóða 90 heppnum einstaklingum upp á að koma í þykjustuferð til útlanda. Miklar ferðatakmarkanir eru enn í gildi víða um heim, þar á meðal í Taívan.

Til að koma til móts við ferðaþyrsta Taívana hefur flugvöllurinn ákveðið að bjóða í þykjustuferð til útlanda og skoðunarferð um flugvöllinn. Songshan er einn af tveimur flugvöllum í Taipei og líkt og á öðrum flugvöllum er þar lítil umferð um þessar mundir. 

Samkvæmt Chih-ching Wang, framkvæmdastjóra flugvallarins, mun ferðin taka um hálfan dag og munu gestirnir upplifa það að fara í gegnum landamæraeftirlit, fara um borð í flugvél og koma svo aftur í gegnum landamæraeftirlitið. 

„Fólk sem hafði ekki tækifæri til að fara í alþjóðlegt flug á Songshan-flugvelli getur nýtt þetta tækifæri til að upplifa þetta og læra meira um ferlið og allt því tengt,“ sagði Wang í viðtali við CNN Travel

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert