Mælir með að fólk leigi sér húsbíl í sumar

Brynjólfur Löve, betur þekktur sem Binni Löve, hefur farið víða …
Brynjólfur Löve, betur þekktur sem Binni Löve, hefur farið víða um Ísland á síðustu vikum og er hvergi nærri hættur að ferðast. Ljósmynd/Aðsend

Brynjólfur Löve Mogensson, sérfræðingur í samfélagsmiðlum hjá auglýsingastofunni KIWI, hefur ferðast vítt og breitt um landið það sem af er sumars. Hann stefnir á að halda áfram að ferðast um landið í sumar og vonast til þess að komast á Hornstrandir en það er eina svæðið á landinu sem hann hefur ekki heimsótt. 

Brynjólfur á soninn Storm með leikkonunni Kristínu Pétursdóttur og stefnir hann á að fara í fleiri útilegur með son sinn og leyfa honum að leika sér úti í náttúrunni. Hann mælir með Húsafelli, Vík í Mýrdal og Kirkjubæjarklaustri fyrir þá sem ferðast með ung börn. 

Hvaða staði ertu búinn að heimsækja í sumar?

„Ég er núþegar búinn að heimsækja marga staði enda er ég mikið á flakki að eltast við öldur til þess að surfa. Ég ferðast mikið allan ársins hring og ferðirnar af mjög ólíkum toga, annaðhvort í verkefni vegna samfélagsmiðla eða til þess að elta áhugamálin. Er búinn að fara á nokkra klassíska staði sem ég heimsæki reglulega líkt og Skógafoss, Nauthúsagil og Seljalandsfoss.

Ljósmynd/Aðsend

Eftirminnilegasta ferðin sem ég er búinn að fara í var núna um daginn þá fór ég í þyrlu snjóbrettaferð með Arctic Heli Skiing - það var algjör sturlun að fara upp á fjall með þyrlu og renna sér niður á snjóbretti. Eins er ég búinn að keyra mest alla Vestfirðina og stoppa flestum ef ekki öllum náttúrulaugum sem þar eru og heimsækja ótrúlega fallega staði líkt og Drangsnes og Djúpavík. Mæli sterklega með því að fólk leigi sér húsbíl og fari í leit af ævintýrum, fyrir mér er það skemmtilegasti ferðamátinn.“

Hvað er það besta við að ferðast innanlands?

„Það skemmtilegasta við að ferðast innanlands er fjölbreytnin sem í boði er á Íslandi þar að auki er alltaf stutt á milli staða. Þannig getur maður skoðað ótrúlega marga og fallega staði á skömmum tíma.“

Binni og félagar fóru með þyrlu upp á fjall og …
Binni og félagar fóru með þyrlu upp á fjall og renndu sér niður á snjóbrettum. Ljósmynd/Aðsend
Brynjólfur segir þetta hafa verið eftirminnilega ferð.
Brynjólfur segir þetta hafa verið eftirminnilega ferð. Ljósmynd/Aðsend

Áttu þér einhvern uppáhaldsstað á Íslandi?

„Ég á virkilega erfitt með að velja einn uppáhalds stað en ég elska Vestfirðina eins og þeir leggja sig og Djúpavík heillaði mig alveg upp úr skónum. Þar fyrir utan finnst mér Fjaðrárgljúfur einn fallegasti staður landsins.“

Hvert mælir þú með að fólk skelli sér í sumar?

„Mér finnst alltaf gaman að keyra suðurströndina þar eru ótrúlega margir staðir á leiðinni sem vert er að stoppa á og gott úrval af tjaldsvæðum, ef að fólk á eftir að skoða þessa helstu staði eins og seljalandsfoss, nauthúsagil, skógafoss þá mæli ég klárlega með því. Annars hvet ég fólk til þess að skoða þessa óaalgengari staði eins og Vestfirði og Austurlandið. Ég átti eitt sinn ógleymanlega ferð um austurlandið og þar stóð Eskifjörður upp úr.“

Binni mælir með að fólk leigi sér húsbíl í sumar.
Binni mælir með að fólk leigi sér húsbíl í sumar. Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend

Getur þú mælt með einhverjum fjölskylduvænum stöðum?

„Ef að maður vill vera í þægindum þar sem krakkarnir geta hlaupið og leikið sér og þú getur sötrað Bud Light í þægindum í fellihýsinu þá er Húsafell alltaf öruggur kostur. Eins tjaldsvæðið á laugarvatni og úlfljótsvatni. Ef að þú vilt vera aðeins ævintýragjarnari þá eru staðir eins og Vík í Mýrdal og Kirkjubæjaklaustur ótrúlega fallegir staðir þar sem margir hlutir sem vert er að skoða eru í mikilli nálægð. Ég veit allavega að ég ætla að kíkja á þessa staði með Storm litla strákinn minn.“

Ljósmynd/Aðsend

Hvaða staði ætlar þú að heimsækja í sumar?

„Í sumar er planið að komast á Hornstrandir það er í rauninni eini hluti landsins sem að ég á eftir að skoða, vonum að það gangi eftir. Annars er ég að fara í Fjaðrárgljúfur enn einusinni og Jökulsárlón í skemmtilegt verkefni með góðu fólki. Svo ætla ég líka að fara í aðeins fjölskylduvænni útilegur með Storm og leyfa honum að leika úti í náttúrunni.“

Binni ætlar að vera duglegur að fara með son sinn, …
Binni ætlar að vera duglegur að fara með son sinn, Storm, í ferðalög í sumar. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert