Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner nýtur nú lífsins á einstaklega fallegu lúxushóteli í eyðimörkinni í Utah-ríki í Bandaríkjunum. Jenner fer ævinlega í frí til framandi staða en vegna heimsfaraldursins neyðist hún til þess að ferðast innanlands.
Það þýðir þó ekki að hinn forríka Jenner sé að puða með tjald og prímus. Hún og vinir hennar eru nú á lúxushótelinu Amangiri. Hótelið er vinsæll áfangastaður þeirra efnameiri í Bandaríkjunum. Enda bókstafleg vin í eyðimörkinni. Kanadíski tónlistarmaðurinn Justin Bieber og eiginkona hans, fyrirsætan Hailey Bieber, heimsóttu hótelið fyrr í sumar.
Hönnunin á hótelinu er einstök en það er hannað með það í huga að falla sem best inn í umhverfið. Þar er að finna guðdómlegar sundlaugar og landslag eyðimerkunnar er stórbrotið.