Svona kemstu niður að Stuðlagili

Stuðlagil er vinsælasti áfangastaðurinn um þessar mundir.
Stuðlagil er vinsælasti áfangastaðurinn um þessar mundir. Ljósmynd/Guðfinna Harpa Árnadóttir

Stuðlagil á Jök­ul­dal aust­ur á landi er orðinn einn vin­sæl­asti áfangastaður ferðamanna á Íslandi um þess­ar mund­ir. Þar sem Stuðlagilið er frek­ar ný­upp­götvaður áfangastaður vita ekki all­ir ná­kvæm­lega hvar er best að koma að gil­inu. 

Hægt er að koma að gil­inu bæði aust­an og vest­an­meg­in. Vest­an­meg­in kemst þú ekki niður í gilið sjálft en hægt er að horfa niður í gilið. Sam­kvæmt vefn­um East.is þarf að fara sér­stak­lega gæti­lega á þess­um stað þar sem unnið er að fram­kvæmd­um við út­sýn­ispalla. 

Hin leiðin er svo að aka að Klaust­ur­seli. Hér kemst þú of­aní gilið. Það er keyrt að brúnni hjá bæn­um Klaust­ur­seli, einnig eft­ir vegi nr. 923, um 14 kíló­metra frá hring­veg­in­um. Ekki má keyra yfir brúna held­ur er lagt á bíla­stæðinu vest­an meg­in við hana, gengið yfir brúna og eft­ir slóða (rúm­lega 5 kíló­metra löng ganga) þangað sem hægt er að kom­ast niður í gilið. Á leiðinni (um 2 kíló­metra frá brúnni) er tign­ar­leg­ur foss, Stuðlafoss, sem fell­ur fram af þver­hníptu stuðlabergi. Þessi göngu­leið er rúm­lega 10 kíló­metra löng sam­an­lagt og þegar gert er ráð fyr­ir að stoppað sé við foss­inn og gilið sjálft gæti hún tekið 3 tíma.

Að koma niður í gilið þykir nokkuð tilkomumikið.
Að koma niður í gilið þykir nokkuð til­komu­mikið. Ljós­mynd/​Helgi Jó­hanns­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert