Ókostir húsbílalífsins

Húsbíll getur verið skemmtilegur fararkostur.
Húsbíll getur verið skemmtilegur fararkostur. mbl.is/Colourbox.dk

Margir hafa ferðast um í húsbílum í sumar. En er eitthvað varið í það að vera á flakki allt árið þar sem veðrið er gott og búa hreinlega í húsbíl? Kostirnir eru fjölmargir en gallarnir fyrirfinnast líka eins og fram kemur í máli manns með reynslu á vef Insider.

Þér líður eins og risa á baðherberginu

Það fer í taugarnar á sumum hversu lítil baðherbergin eru. Fólk á það til að rekast utan í veggi og innréttingar. 

Nauðsynlegt að fara í stutta sturtu

Það er ekki hægt að slaka á í langri sturtu, að minnsta kosti ekki ef þú vilt fara í heita sturtu.

Það er flókið að elda inni í húsbílnum

Ofnar í húsbílum eiga það til að vera litlir. Það getur einnig reynst erfitt að stilla hitann. Það getur líka orðið mjög heitt inni í húsbílnum þegar fólk reynir að elda inni. 

Það þarf að fara oft í búð

Ef margir búa í húsbílnum þarf fólk að fara oft í búð enda pláss í kæli ekki mikið. 

Lítið næði

Það er erfitt að fá næði frá öðrum sem búa með þér í húsbílnum. Þú getur bara lokað þig af inni á baði auk þess sem ekki hægt að eiga nein leyndarmál. Það er ekki endilega meira næði fyrir framan bílinn þar sem oft eru margir á tjaldsvæðum þar sem hægt er að komast í rafmagn. 

Það er oft stutt í næsta bíl og því lítið …
Það er oft stutt í næsta bíl og því lítið næði innandyra sem utandyra. Ljósmynd/Colourbox.dk

Það getur verið erfitt að sofa

Það er ekki hægt að læðast á klósettið á nóttunni, allt heyrist. Einnig geta verið læti úti. 

Netið ekki alltaf hratt

Það fer eftir því hvar þú ert hversu gott netið er. 

Hvorki þvottavél né þurrkari

Það getur verið pirrandi að hafa hvorki þvottavél né þurrkara.

Dýrt 

Það er kannski ódýrara að gista í húsbíl en á hóteli en það er hins vegar töluvert kostnaðarsamara að keyra húsbíl en hefðbundinn fjölskyldubíl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert