Hefur aldrei upplifað annan eins tíma

Cogan segir aldrei hafa upplifað annan eins umbreytingartíma í lífinu. …
Cogan segir aldrei hafa upplifað annan eins umbreytingartíma í lífinu. Að ekkert komi á óvart lengur og æðruleysi sé mikilvægt nú sem fyrr. mbl.is/skjáskot Instagram

Ljósmyndarinn Joshua Eli Cogan tekur fallegar ljósmyndir víða um heiminn fyrir National Geographic. Hann eins og fleiri hefur þurft að hagræða vinnu sinni vegna kórónuveirunnar þar sem hann er vanalega á ferð og flugi um heiminn að taka ljósmyndir. 

Hann segir ástandið í heiminum koma okkur öllum í þá hugsun að við þurfum að hörfa frá samfélaginu, með fjölskylduna til að verja okkur. Að nú sé mikilvægara en oft áður að muna að við erum ekki ein og getum hugsað tvenns konar hugsanir: Jákvæðar og neikvæðar. Grunnhugmyndirnar séu ólíkar og þær neikvæðu ali á kvíða. 

„Ég mun passa upp á að þér mistakist ekki, sagði besti vinur minn við mig fyrir nokkrum vikum. Þetta sagði hann þegar ég sagði honum frá undirliggjandi hugmynd sem ég er með um að ég, við, veröldin, munum ekki verða í lagi út af því sem er að gerast í heiminum í dag. 

Ég sé svo auðveldlega fyrir mér þessa tvo veruleika: Annars vegar að við þjöppum okkur saman og verðum sterkari vegna þess sem er að gerast í heiminum. Eða að við förum öll í okkar áttir og óveðursský verði yfir okkur öllum.“

Hann segir þessa tilfinningu að loka sig af með fjölskyldunni eðlilega en undir henni sé ákveðinn kvíði. 

Cogan hvetur alla til að hugsa þessa jákvæðu hugsun áfram með sér. Hugsunina um öryggið og að þetta tímabil taki enda eins og allt annað. Þá getum við ferðast og sameinast sem samfélag aftur. 

View this post on Instagram

“I’m not going to let you fail” That’s what my best friend (that guy right under the rainbow) said to me a few weeks back. He said it in response to me voicing this deep core belief that I/it/we won’t be “okay.” As I watch the the two possible futures sit side by side just 97 days away, one with storm clouds gathering and another with chance to build back better as communities, as Americans, as world….I can fall into fear easily. In that fear the mind and spirit contracts and starts racing towards possible exit routes, ways to keep everyone safe, stable, solid. In that energy there is belief that “I” have to figure it all out by myself, for my children, my family, my community and that I won’t be wise, strong, or quick enough to do so. It roots from a noble energy of wanting to provide and protect, but if not looked at directly can quickly manifest as anxiety and exhaustion. The belief that I must do it all alone is a cultural program, it is a masculine program, it is woven into extractive models. As my friend and my community surround me and tells me … “we hold you, we will not let you fail, you are not alone”, I feel the body and mind release. If you can, tell someone around you that may need to hear that they are held today. Perhaps, if like me, when they feel this deep programming unwind…it may bring with it tears of relief and recognition for how much those deep core beliefs still keep us from being fully present to our lives.

A post shared by Joshua Eli Cogan (@joshuacogan) on Jul 29, 2020 at 11:55am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert