Fór ekki í eina einustu útilegu

Íris Tanja Flygenring á ferðalagi um landið.
Íris Tanja Flygenring á ferðalagi um landið. Ljósmynd/Aðsend

Íris Tanja Í. Flygenring leik­kona hef­ur haft í nógu að snú­ast að und­an­förnu. Sum­arið henn­ar var óvenju­legt að því leyti að það fór að mestu í tök­ur á net­flixþátt­un­um Kötlu í leik­stjórn Baltas­ars Kor­máks. Sögu­svið þátt­anna er Vík í Mýr­dal og því varði Íris Tanja megn­inu af sumr­inu þar. Hún nefn­ir Þak­gil sem einn fal­leg­asta stað sem hún hef­ur komið á. 

Hvernig var sum­arið þitt?

„Það var alls kon­ar! Ég eyddi megn­inu af því í tök­um á sjón­varpsþátt­un­um Kötlu, svo það var  svo­lítið öðru­vísi en al­gjör­lega æðis­legt. Ég er mik­il úti­legu­kona og ólst upp í tjaldi öll sum­ur víðsveg­ar um landið eða þá á Spáni þar sem hluti fjöl­skyldu minn­ar býr svo það var svo­lítið skrítið að gera hvor­ugt þetta sum­arið.“

Íris Tanja var dugleg að njóta náttúrulauganna.
Íris Tanja var dug­leg að njóta nátt­úru­laug­anna. Ljós­mynd/​Aðsend


Ferðaðistu mikið um landið?

„Ég fór í dags­ferð til Vest­manna­eyja, en ég hafði aldrei áður komið þangað svo það var mjög gam­an. Ég náði líka að koma að einni þriggja daga ferð í lít­inn bú­stað rétt fyr­ir utan Hvolsvöll með Lindu vin­konu minni. Það var al­veg æðis­legt og end­ur­nær­andi en við fór­um í göng­ur og nátt­úru­laug­ar á hverj­um degi. Þá var Vík mitt annað heim­ili í sum­ar og ég ferðaðist mikið þar í kring þegar ég átti lausa stund. Við fór­um nokk­ur upp í Þak­gil og það er einn fal­leg­asti staður sem ég hef komið á á Íslandi.“

Hvað hef­ur komið þér mest á óvart í sum­ar­frí­inu?

„Að ég hafi ekki farið í eina ein­ustu úti­legu!“

Ljós­mynd/​Aðsend


Hverj­ir eru þínir upp­á­haldsstaðir?

„Þar sem ég er ættuð frá Vest­fjörðum eiga þeir alltaf stór­an stað í hjarta mínu en auðvitað er ekki erfitt að falla fyr­ir þeim. Ásbyrgi er líka al­gjör­lega sturlað og mig lang­ar til að skoða Stuðlagil. Þak­gil er svo ný­komið á list­ann yfir fal­leg­ustu staðina.“

Gerðir þú eitt­hvað í sum­ar sem þig lang­ar ekki að gera aft­ur?

„Ég væri al­veg til í að sleppa við heims­far­ald­ur næstu sum­ur ...“

Hvað er fram und­an?

„Nú erum við byrjuð að æfa upp Þitt eigið tíma­ferðalag sem við byrjuðum að sýna í Þjóðleik­hús­inu í fe­brú­ar síðastliðnum en hef­ur legið í smá dvala síðustu mánuði. Ég var að klára tök­ur á Kötlu og byrja svo fljót­lega í öðru verk­efni – ég hef kom­ist að því að ég er ekki góð í að taka mér frí.“

Hvernig leggst vet­ur­inn í þig?

„Mjög vel! Minn upp­á­halds­árs­tími er haustið. Ég á af­mæli í nóv­em­ber og er mikið af­mæl­is­barn og því er vet­ur­inn og aðallega haustið minn upp­á­halds­árs­tími. Það er eitt­hvað æðis­legt þegar lauf­in verða rauð, gul og app­el­sínu­gul og haustlykt­in mæt­ir. Það verður aft­ur hægt að kveikja á kert­um og liggja und­ir teppi með kakó í kósí.“

Íslenska náttúran er mikilfengleg.
Íslenska nátt­úr­an er mik­il­feng­leg. Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert