Fyrirsætan Sofia Richie situr ekki heima grátandi þótt hún hafi nýlega hætt með raunveruleikastjörnunni Scott Disick. Hún fagnaði 22 ára afmæli sínu með vinkonum sínum um borð í einkaþotu.
Richie og Disick hættu saman í vor eftir tveggja ára samband en sögusagnir voru á kreiki í sumar um að þau væru að reyna að endurbyggja sambandið. Það gekk ekki og í byrjun ágúst voru þau alveg hætt saman.
Richie birti fjölda mynda og myndskeiða úr einkaþotunni þar sem hún og vinkonur hennar virtust skemmta sér vel. Í partíið komu einnig bróðir hennar Miles Richie og móðir hennar Diane Alexander.
Allir afmælisgestirnir voru klæddir í eins föt sem á stóð „Sofia verður 22 ára“.
View this post on InstagramA post shared by Sofia Richie (@sofiarichie) on Aug 23, 2020 at 12:55pm PDT
View this post on InstagramA post shared by Miles Richie (@milesrichie) on Aug 23, 2020 at 12:59pm PDT