Í berjamó um helgina

Berjatíminn er að byrja.
Berjatíminn er að byrja. mbl.is/Ómar Óskarsson

Um helgina er fullkomið að skella sér í berjamó með fjölskyldunni eða góðum vinum. Tína ber í fötu og borða svo með miklum rjóma og sykri þegar heim er komið. Að fara í berjamó snýst um svo miklu meira en góða uppskeru. 

Fyrir lengra komna skiptir uppskeran miklu máli. Fyrir aðra er útiveran ekki síður gefandi en mörg kíló af berjum. Það felst til að mynda mikil hugleiðsla í því að gera fátt annað en að tína ber í fötu. 

Góð ílát

Einna mikilvægast er að vera með góð ílát fyrir berin. Sumir mæta jafnvel með skúringafötu í berjamó en auðvelt er að halda á slíkum fötum. Þar sem mikið er af berjum getur berjatína verið ómissandi. Það getur verið gott að vera í buxum sem hrinda frá sér vatni þar sem oft er lyngið blautt þrátt fyrir þurrt og fallegt veður. Gott nesti er svo lífsnauðsynlegt, það er að segja ef fólk vill ekki hlaupa frá góðu lyngi eða þaðan af verra klára berin á staðnum. 

Ber að finna víða

Gott er að gera góða dagsferð í berjamó. Fyrir marga dugar þó að ganga nokkur skref frá heimilinu og út í móa. Í kringum höfuðborgarsvæðið er meðal annars hægt að fara í Heiðmörk, Mosfellsdal, hægt er að freista gæfunnar á heiðinni fyrir ofan Rauðavatn sem og í Hafnarfirði. Einnig er að finna ber í Hvalfirði og við Esjurætur.

Ber eru að finna víða og ekki þarf alltaf að …
Ber eru að finna víða og ekki þarf alltaf að fara langt út í sveit til að finna ber. Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert