Stuðlagili lokað í tvo daga vegna Wills Smiths

Will Smith er sagður við tökur í Stuðlagili.
Will Smith er sagður við tökur í Stuðlagili. Samsett mynd

Hinu vinsæla Stuðlagili hefur verið lokað í tvo daga vegna kvikmyndatöku. Samkvæmt heimildum RÚV er um að ræða tökur fyrir sjónvarpsþátt sem stórleikarinn Will Smith kemur að. 

Stuðlagili var lokað klukkan átta í morgun og verður lokað til átta í kvöld. Þessi lokun gildir einnig á morgun, laugardag. Lokað er bæði Klausturselsmegin og Grundarmegin.

Stuðlagil hefur notið mikilla vinsælda nú í sumar en þar er ein stærsta og fallegasta stuðlabergsmyndun á landinu. Mikil leynd hvílir yfir verkefninu en sést hefur til Wills Smiths á Norðurlandi. 70 manns eru að störfum í gilinu auk tveggja manna frá björgunarsveitunum Jökli á Jökuldal og Vopna á Vopnafirði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert