Stuðlagili lokað í tvo daga vegna Wills Smiths

Will Smith er sagður við tökur í Stuðlagili.
Will Smith er sagður við tökur í Stuðlagili. Samsett mynd

Hinu vin­sæla Stuðlagili hef­ur verið lokað í tvo daga vegna kvik­mynda­töku. Sam­kvæmt heim­ild­um RÚV er um að ræða tök­ur fyr­ir sjón­varpsþátt sem stór­leik­ar­inn Will Smith kem­ur að. 

Stuðlagili var lokað klukk­an átta í morg­un og verður lokað til átta í kvöld. Þessi lok­un gild­ir einnig á morg­un, laug­ar­dag. Lokað er bæði Klaust­ur­sels­meg­in og Grund­ar­meg­in.

Stuðlagil hef­ur notið mik­illa vin­sælda nú í sum­ar en þar er ein stærsta og fal­leg­asta stuðlabergs­mynd­un á land­inu. Mik­il leynd hvíl­ir yfir verk­efn­inu en sést hef­ur til Wills Smiths á Norður­landi. 70 manns eru að störf­um í gil­inu auk tveggja manna frá björg­un­ar­sveit­un­um Jökli á Jök­ul­dal og Vopna á Vopnafirði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert