Kvikmyndir sem færa þig nær Ítalíu

Under the Tuscan Sun er falleg kvikmynd sem gerist á …
Under the Tuscan Sun er falleg kvikmynd sem gerist á Ítalíu. mbl.is/skjáskot Instagram

Ítalskar kvikmyndir hafa orð á sér fyrir að vera þær bestu í heimi. Leikstjórar á borð við Federico Fellini og Luca Guadagnino ásamt leikurum á borð við Sophiu Loren og Marcello Mastroianni hafa haft áhrif á fólk um víða veröld. 

Hér eru kvikmyndirnar sem þú getur getur horft á ef þú saknar Ítalíu og þarft að ferðast þangað í huganum.

8 1/2 (1963)

Þrátt fyrir að La Dolce Vita sé mögulega frægasta Fellini-myndin er sögusviðið í kvikmyndinni 8 1/2 frá Ítaíu eitt það fallegasta. Marcello Mastroianni leikur Guido, leikstjóra í tilvistarkreppu vegna hjónabandsvanda. 

Marcello Mastroianni leikur Guido í fallegri kvikmynd sem gerist á …
Marcello Mastroianni leikur Guido í fallegri kvikmynd sem gerist á Ítalíu. mbl.is/skjáskot Instagram

The Talented Mr. Ripley (1999)

Margir hafa horft á kvikmyndina um hinn hæfileikaríka Mr. Ripley oftar en einu sinni. Fegurðin, landslagið og fólkið heilla svo ekki sé minnst á söguþráðinn, hvernig Ripley festir sig við Greenleaf og unnustu hans Sherwood með leikaraskap og útsjónarsemi í bakhöndinni. 

Kvikmyndin gerist að hluta til á Amalfi-ströndinni sem er einstaklega fallegur staður. 

Talented Mr. Ripley sögusviðið á sér stað að miklu kleiti …
Talented Mr. Ripley sögusviðið á sér stað að miklu kleiti á Amalfi ströndinni. mbl.is/skjáskot Instagram

Bicycle Thieves (1948)

Kvikmyndin fjallar um föður sem lendir í því að hjólinu hans er stolið. Hún gerist í Róm og er blanda af áhugaverðri sögu og fallegu umhverfi. 

Róm er einstaklega falleg í kvikmyndinni um Bicycle Thieves.
Róm er einstaklega falleg í kvikmyndinni um Bicycle Thieves. mbl.is/skjáskot Instagram

The Godfather (1972)

Það eru margir heillaðir af samskiptum Michaels Corleones og Apolloniu Vitelli. Kvikmyndin gerist í Sikiley og er með sterkum söguþræði og fallegu sögusviði. 

The Godfather sýnir Ítaliu eins og engin önnur kvikmynd.
The Godfather sýnir Ítaliu eins og engin önnur kvikmynd. mbl.is/skjáskot Instagram

The Great Beauty (2013)

Sagan um hina einstöku fegurð fjallar um blaðamanninn Jeb sem lifir áhugaverðu félagslífi í áratugi eftir að hafa gefið út vinsæla bók. Hún sýnir fegurð Rómar eins og fáar aðrar kvikmyndir gera sem og áhugaverða veröld piparsveinsins. 

The Two Popes (2019)

Kvikmyndin um Frans páfa og samskipti hans við Benedikt páfa setur manneskjulegan svip á ítalskt mannlíf. Kvikmynd um góðmennsku, hetjusemi og ítalska veröld sem hefur heillað marga. 

The Two Popes er falleg saga um fórnfýsi og völd.
The Two Popes er falleg saga um fórnfýsi og völd. mbl.is/skjáskot Instagram

Under the Tuscan Sun (2003)

Diane Lane leikur konu sem fer frá eiginmanni sínum og til Ítalíu að kynnast sjálfri sér. Kvikmyndin sem allir verða að sjá sem eru í tilvistarkreppu eftir skilnað og komast ekki í ferðalag að vinna úr því. 

Leikkonan Diane Lane leikur konu sem fer til Ítalíu að …
Leikkonan Diane Lane leikur konu sem fer til Ítalíu að finna sjálfa sig. mbl.is/skjáskot Instagram

Eat Pray Love (2010)

Hver hefur ekki orðið fyrir áhrifum frá Elizabeth Gilbert? Julia Roberts leikur konu á lífsferðalagi sem fer meðal annars til Ítalíu að læra að njóta og lifa lífinu. 

Julia Roberts er sannfærandi í Eat Pray Love.
Julia Roberts er sannfærandi í Eat Pray Love. mbl.is/skjáskot Instagram

Roman Holiday (1953)

Fáar kvikmyndir sýna Róm á þann hátt sem kvikmyndin Roman Holiday gerir. Audrey Hepburn er prinsessa af evrópskum uppruna sem flýr ríkidæmi sitt og finnur Gregory Peck sem sýnir henni Róm. 

Sagan sýnir hversu auðvelt er að týna sér og finna ástina á Ítalíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert