All­ir glaðari og af­slappaðri en heima

Þórdís Ólafsdóttir hefur búið á Tenerife síðan í ágúst 2017.
Þórdís Ólafsdóttir hefur búið á Tenerife síðan í ágúst 2017. Ljósmynd/Guðrún Vala Elísdóttir

Þór­dís Ólafs­dótt­ir hef­ur búið á Tenerife í þrjú ár. Hit­inn fer bet­ur í hana. Þór­dís flutti til Teneri­fe í ág­úst 2017 og hef­ur því búið þar í þrjú ár. Hún var hætt að vinna á Íslandi vegna lík­am­legra kvilla og kom­in á ör­orku um svipað leyti. Þá langaði hana að prófa að flytja til spænsku eyj­anna til þess að vita hvort hit­inn færi ekki bet­ur með hana, sem varð raun­in.

„Dótt­ir mín flutti hingað um svipað leyti, en maður­inn minn var enn að vinna á Íslandi og kom öðru hvoru hingað til Teneri­fe. Nú er hann kom­inn á ald­ur og ætl­ar sér að vera hér með okk­ur,“ seg­ir Þór­dís sem lík­ar vel að búa á Tene, seg­ir alla mun glaðari og af­slappaðri en á Íslandi, þar sé ekk­ert stress og eyj­an auk þes al­veg frá­muna­lega fal­leg.

Hvergi sálu að sjá

„Nú orðið geri ég ekki mikið annað en að vera þessi dæmi­gerða hús­móðir og lík­ar vel. Ég reyndi aðeins að sjá um íbúðir í fyrstu, en það gekk bara ekki upp vegna lík­am­legs ástands. Ég reyni að hreyfa mig svo­lítið og ganga, og bara að njóta hit­ans og eyj­ar­inn­ar.“

Þór­dís tel­ur að venju­lega hafi um 60-100 Íslend­ing­ar fasta bú­setu á Teneri­fe en núna séu þeir um 50.

„Það hef­ur verið mjög ró­legt síðan veir­an skall á. Allt lokað nema mat­vöru­búðir og apó­tek, öll eyj­an eins og yf­ir­gef­in. Mjög mikið at­vinnu­leysi, því fólk hef­ur treyst á ferðamann­inn.“

Þór­dís seg­ist í fyrstu hafa koðnað niður þegar Covid hófst og fannst ástandið mjög ógn­væn­legt. Þau voru í út­göngu­banni og urðu að halda sig heima, ein­ung­is var leyfi­legt að fara í næstu búð, apó­tek og til lækn­is ef þess þurfti. „Það var skrýtið að horfa út í garð og á borðin í kring­um sund­laug­ina, ekki sálu að sjá.“

Þór­dís seg­ir þau hepp­in með íbúð, hafa góðar sval­ir, þar sem þau gátu setið úti. „Alltaf klukk­an sjö á hverju kvöldi fór fólk út á sval­ir og klappaði sam­an fyr­ir hjúkr­un­ar­fólk­inu, sem stóð sig frá­bær­lega. Mér finnst stjórn­völd­um hafa gengið mjög vel hér gagn­vart kór­ónu­veirunni. Þeir eru strang­ir og fólk virðir regl­urn­ar sem eru sett­ar,“ seg­ir Þór­dís við Morg­un­blaðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert