Will Smith við Dettifoss

Will Smith og Jay Shetty við Dettifoss.
Will Smith og Jay Shetty við Dettifoss. Skjáskot/Instagram

Bandaríski leikarinn Will Smith deildi um helgina mynd af sér við Dettifoss. Smith var hér á landinu í lok ágúst við tökur á sjónvarpsþáttum. 

Smith birti myndina í tilefni þess að vinur hans Jay Shetty átti afmæli í gær. Shetty er breskur rithöfundur og vídeóbloggari. Hann merkti ekki inn á myndina hvar hún var tekin, en þeir félagar standa hins vegar bersýnilega fyrir framan Dettifoss.

Smith var staddur á Norðaustur- og Austurlandi þegar hann var við tökurnar en Stuðlagili á Austurlandi var lokað í tvo daga vegna Smiths. Þá var einnig sagt að Smith hefði gist á Deplum Farm í Fljótunum.

Það er skemmtileg tilviljun að Smith skyldi birta myndina af Dettifossi í gær, sunnudag, því Demantshringurinn var einmitt opnaður í gær. Demantshringurinn er 250 kílómetra langur hringvegur og liggur meðal annars að Dettifossi. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert