Flugvélamatur aldrei vinsælli

Thai Airways flugfreyjur bera fram mat á nýstárlegum veitingastað sem …
Thai Airways flugfreyjur bera fram mat á nýstárlegum veitingastað sem reynir að fanga upplifuninni að vera um borð í flugvél. AFP

Tælenska flugfélagið Thai Airways hefur farið óvenjulega leið til þess að minna á sig og afla auka tekna nú þegar flugsamgöngur liggja niðri vegna kórónuveirunnar. Flugfélagið opnaði á dögunum „pop-up“ veitingastað í höfuðstöðvum sínum í Bangkok þar sem innviðirnir og þjónustan minnir á það að vera um borð í flugvél. Gestir sitja í flugvélasætum og áhöfnin gengur um í fullum skrúða og þjónustar gesti. Viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum og bornir eru fram um tvö þúsund máltíðir á dag og draga má þá ályktun að margir séu farnir að sakna þess að ferðast og borða flugvélamat. 

Fólk fer upp stiga líkt og það sé að fara …
Fólk fer upp stiga líkt og það sé að fara um borð í flugvél. AFP
Fólk situr í flugvélasætum meðan það borðar.
Fólk situr í flugvélasætum meðan það borðar. AFP
Kokkar sjá um matinn á þessum vinsæla veitingastað í höfuðstöðvum …
Kokkar sjá um matinn á þessum vinsæla veitingastað í höfuðstöðvum Thai Airways. AFP
Ýmis varningur er til sölu
Ýmis varningur er til sölu "um borð". AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert