Hjónin Ben og Suz O'Brien frá Utah í Bandaríkjunum ákváðu í sumar að kaupa sér gamlan húsbíl og gerðu hann upp á mettíma. O'Brien-hjónin eru mikið ferðafólk en fyrir heimsfaraldurinn höfðu þau verið á ferðalagi um heiminn með son sinn Whit í tvö ár.
Þau voru stödd í Argentínu þegar heimsfaraldurinn skall á og festust þar í nokkrar vikur. Þau ákváðu að halda heim til Bandaríkjanna þegar þau gátu og ákváðu að flytja aftur til Utah. Þau skoðuðu marga valmöguleika en ákváðu á endanum að kaupa hús sem er í byggingu þar.
Þar sem húsið er enn í byggingu vantaði fjölskylduna samastað og ákváðu þau því að splæsa í gamlan húsbíl til að búa í næstu sex mánuðina og ferðast um Bandaríkin á meðan.
Þegar þau keyptu húsbílinn sagði fyrri eigandi þeim að hann væri í góðu standi. Þegar þau hófu hins vegar að gera hann upp kom í ljós að mikið var að honum og var hann meðal annars of þungur. Að lokum þurftu þau að rífa upp allt gólfið, skipta um loftræstingu, hitakút, og alla klæðninguna að utan.
Þau gerðu hann líka skínandi fínan að innan og máluðu alla veggi, innréttingu og skiptu út rúmunum. Þetta tókst þeim að gera á þremur vikum og er bíllinn nú tilbúinn.
View this post on InstagramA post shared by Suz, Ben & Whit (@obriensdolife) on Sep 8, 2020 at 5:32pm PDT