Heitasti brúðkaupstaðurinn í heimsfaraldrinum

Gíbraltar er vinsæll brúðkaupsstaður í heimsfaraldrinum.
Gíbraltar er vinsæll brúðkaupsstaður í heimsfaraldrinum. Ljósmynd/Unsplash/Michal Mrozek

Gíbraltar er orðinn af einn heitustu stöðunum til að gifta sig á í kórónuveiruheimsfaraldrinum. Gíbraltar er yst á Íberíuskaga og norðan við Gíbraltarsund. Það er undir breskum yfirráðum og hefur aldrei lokað landamærum sínum fyrir ferðamönnum í heimsfaraldrinum. 

Gíbraltar varð í sumar vinsælasti staðurinn fyrir fólk í brúðkaupshugleiðinum sem vildi ekki fresta brúðkaupinu sínu. Í viðtali við New York Times segir Je'nell Griffin að hún hafði aldrei heyrt um Gíbraltar fyrr en hún fletti leitarorðunum „auðveldasti staðurinn til að gifta sig á í Evrópu“ upp á Google. 

Á sama tíma og flestir ákváðu að fresta brúðkaupunum sínum eða halda þau rafrænt hefur Gíbraltar boðið tilvonandi hjón velkomin. Þá skiptir ríkisborgararéttur engu máli og mörg bandarísk pör hafa kosið að gifta sig þar.

„Þetta var mjög ólíkt draumabrúðkaupinu mínu. En að lokum skipti mestu máli að ég fékk að giftast manneskjunni minni,“ segir Griffin sem er bandarísk. Eiginmaður hennar er breskur og mátti hún ekki ferðast til Bretlands til að giftast honum. Hann mátti heldur ekki ferðast til Bandaríkjanna og því ákváðu þau að hittast í Gíbraltar og gifta sig þar. 

Ljósmynd/Unsplash/ Isaiah Rustad

Í grein New York Times er fjallað um fleiri pör sem lentu í svipuðum vandræðum og Griffin og eiginmaður hennar. Hin írsku Craig Byrne og Orla Moore ákváðu að fara til Gíbraltar til að gifta sig fyrir framan athafnarstjóra og tvö vitni frá Gíbraltar. Á Írlandi voru samkomutakmörk miðuð við 50 manns og til að forðast fjöldskylduerjur um hverjir mættu koma í brúðkaupið fóru þau til Gíbraltar.

„Að lokum ákváðum við bara að segja öllum að við hefðum frestað brúðkaupinu og við værum að fara í ferðalag um Spán og Gíbraltar. Við sögðum fjölskyldum okkar ekki að við hefðum gift okkur fyrr en við komum til baka því við nenntum ekki neinu veseni. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig það fór í fjölskyldurnar okkur,“ sagði Byrne. 

Gíbraltar á sér langa sögu af því að vera góður staður fyrir hjón frá tveimur löndum til að gifta sig í. Stjörnuhjónin John Lennon og Yoko Ono giftu sig einmitt þar árið 1969 eftir að hafa lent í vandræðum í öðrum löndum. 

„Við völdum Gíbraltar af því það er rólegt, breskt og vinalegt,“ sagði Lennon í bókinn The History of British Rock and Roll. „Við reyndum alls staðar annars staðar fyrst. Ég reyndi að láta gefa okkur saman í bílnum á ferjunni og við hefðum komið til Frakklands gift, en þeir vildu það ekki. Það gekk ekki heldur á skemmtiferðaskipunum. Við reyndum í sendiráðunum en við þurftum að hafa búið í Þýskalandi í þrjár vikur og í Frakklandi í tvær vikur,“ sagði Lennon á sínum tíma. 

John Lennon og Yoko Ono giftu sig í Gíbraltar.
John Lennon og Yoko Ono giftu sig í Gíbraltar. Wikipedia
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert