Uppfærðar wikipediusíður laða ferðamenn að

Með því að uppfæra Wikipediu-síðu bæjarins má auðveldlega auka hagnað …
Með því að uppfæra Wikipediu-síðu bæjarins má auðveldlega auka hagnað bæjarins um allt að 100 þúsund pund á ári. Skjáskot/Wikipedia

Sam­kvæmt rann­sókn hags­fræðinga við Col­l­eg­io Car­lo Al­berto í Tór­ínó á Ítal­íu og ZEW í Mann­heim í Þýskalandi þarf ekki að vera svo flókið að laða ferðamenn að bæj­um og borg­um. Með því að upp­færa wikipediusíðu bæj­ar­ins má auðveld­lega auka hagnað hans um allt að 100 þúsund pund á ári. 

Hag­fræðing­arn­ir völdu nokkr­ar borg­ir á Spáni og löguðu wikipediusíður þeirra. Þeir bættu við nokkr­um máls­grein­um um borg­ina og sögu henn­ar auk góðra mynda. Ekki þurfti mikið til því flest­ar upp­lýs­ing­arn­ar voru nú þegar aðgengi­leg­ar á spænsku wikipediusíðunum. Þeir ein­fald­lega þýddu þær yfir á frönsku, þýsku, ít­ölsku og hol­lensku. 

Upp­færsl­urn­ar á síðunum höfðu mik­il áhrif og fjölgaði gistinótt­um yfir ferðamanna­tím­ann um níu pró­sent í þeim borg­um sem voru með í rann­sóknn­ini. Aukn­ing­in var meiri í borg­um þar sem lítið var á wikipediusíðunni fyr­ir, en þar fjölgaði gistinótt­um um allt að 33 pró­sent. 

Wikipedia er frí al­fræðiorðabók á net­inu og get­ur hver sem er með aðgang að net­inu búið til og breytt síðum um staði, fólk og mál­efni. 

The Guar­di­an

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka