Knattspyrnukappinn Rúrik Gíslason og kærasta hans, fyrirsætan Nathalia Soliani, eru meðal fárra ferðamanna sem njóta þess nú að ferðast um Ísland. Rúrik og Soliani fóru frá Reykjavík um helgina og hafa ekki látið hráslagalegt veðrið á sig fá.
Áður en ferðalagið hófst fór Soliani í sóttkví eins og aðrir ferðamenn sem koma til landsins. Hún var því búin að vera á Íslandi í nokkra daga áður en ferðalagið um landið hófst.
Skötuhjúin keyrðu um Suðurland og komu við á helstu ferðamannastöðum á Suðausturlandi eins og Jökulsárlóni og Reynisfjöru. Í gær böðuðu þau sig í Vök á Egilsstöðum og fóru út að borða á Seyðisfirði.
Parið er duglegt að birta myndir af ævintýrinu á Instagram eins og sjá má á myndum Soliani hér fyrir neðan.
View this post on Instagram“ Sorria! Você está na Bahia !! “ ❄️🔥
A post shared by NAT (@nathaliasoliani_) on Sep 20, 2020 at 3:28am PDT