Drykkjarvagnar úr flugvélum seldust upp

Þúsund vagnar fóru í sölu og seldust upp á nokkrum …
Þúsund vagnar fóru í sölu og seldust upp á nokkrum klukkustundum. Ljósmynd/Qantas.

Ástralska flugfélagið Qantas svalaði á dögunum ferðaþorsta ástrala þegar það setti fullútbúna drykkjarvagna úr Boeing 747 vélum sínum á sölu. Til stóð að selja vagnana í brotajárn en á þessum fordæmalausu tímum ákvað félagið að kanna áhugann á vögnunum. Það virðist hafa verið rétt ákvörðun því þúsund vagnar seldust upp á nokkrum klukkustundum. 

Vagnarnir voru þau ekki alveg tómir heldur fullir af kampavíni, rauðvíni og hvítvíni auk náttfata og teppi af fyrsta farrými Qantas. 

„Þessir vagnar þjónuðu Qantas og viðskiptavinum vel á ferðalögum frá London til Los Angeles til Singapúr og Santiago. Hver og einn þeirra fór í um 2 þúsund flugferðir. Þó við höfum ekki lengur not fyrir þá, þá eiga þeir enn mikið eftir, sérstaklega hjá þeim sem kunna að meta flugsafngripi og hafa gott auga fyrir hönnun,“ sagði Phil Capps, yfirmaður framleiðslu og þjónustu hjá Qantas.

„Það hefur verið mikil eftirspurn eftir Qantas 747 gripum og fastakúnnar okkar hafa greint frá áhuga sínum á umræddum vögnum og öðrum munum úr vélunum,“ sagði Capps. 

Flestir vagnarnir sem fóru í sölu voru svokallaðir hálf-vagnar með 40 mini-flöskum af hvítvíni og 40 af rauðvíni og einni stórri kampavínsflösku auk fleiri hluta sem seldir eru um borð. 

Hálf-vagnarnir kostuðu 135 þúsund íslenskar krónur með sendingarkostnaði. Nokkrir stórir vagnar með tvöföldu magni af áfengi fóru í sölu og kostuðu þeir rúmar 200 þúsund krónur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert