Matur sem Íslendingar í Þýskalandi sakna

Íslendingar í útlöndum sakna íslenskra matarhefða.
Íslendingar í útlöndum sakna íslenskra matarhefða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þeir Íslendingar sem hafa prófað að búa í útlöndum kannast líklega við það að fá sendar fullar ferðatöskur af lakkrísnammi og öðru íslensku lostæti. Íslendingar í Þýskalandi eru ekkert öðruvísi og spruttu líflegar umræður um hvaða matar þeir söknuðu mest í facebookhópi Íslendinga í Þýskalandi. 

Íslenskur fiskur er oft nefndur en fátt virðist jafnast á við góðan saltfisk eða nýjan íslenskan fisk í Þýskalandi. Íslenskt lambakjöt er einnig eitthvað sem fólk saknar. Flestum þykir betra að krydda matinn sinn aðeins og kemur í ljós að krydd frá Pottagöldrum er ómissandi á meðal margra í Þýskalandi.

Strangheiðarlegur matur eins og bjúgu, slátur, saltkjöt og þorramatur er líka meðal þess sem fólk saknar. Harðfiskur og flatkökur líka. Jólamatur eins og hangikjöt og hamborgarhryggur er einnig ómissandi. 

Íslensk óhollusta er svo auðvitað á listanum. Sósumenningin í Þýskalandi er ekki eins og á Íslandi. Pítusósu og béarnaisesósu frá Hamborgarafabrikkunni vantar greinilega í þýskar stórverslanir. Lakkrísnammi og íslenskt súkkulaði fæst greinilega ekki á morgun stöðum í Þýskalandi. Í baksturinn vantar svo púðursykur og vanilludropa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert