Flugfreyja sýnir ógeðslega staði í flugvélum

Skítugir staðir leynast í flugvélum.
Skítugir staðir leynast í flugvélum. Ljósmynd/Colourbox

Flugfreyjan Kat Kamalani er vinsæl á samfélagsmiðlum fyrir fróðleg myndbönd um flugfreyjulífið. Nýlega birti hún myndband á TikTok þar sem hún sýndi þá staði sem fólk ætti að forðast í flugvélum ef því væri á annað borð annt um hreinlæti og smithættu.

„Ógeðslegustu staðirnir í flugvél frá flugfreyju,“ er yfirskrift myndbandsins. 

Sætisvasi

Kamalani segir sætisvasana þrifna eftir flug en ekki sótthreinsaða, hún nefnir ekki hvort breyting hafi orðið á í kórónuveirufaraldrinum. „Hugsið um öll skítugu bréfin, ælupokana og draslið sem hefur verið þar,“ sagði Kalamani. 

Borðið

Flugfreyjan mælir einnig með að sótthreinsa borðið aftan á sætunum áður en það er notað. Hún bendir meðal annars á að foreldrar noti borðið til að skipta um bleyjur og kemur það óhreinu bleyjunum fyrir í sætisvasanum. 

Loftræstingin

Margir stilla blásturinn fyrir ofan sætið. Flugfreyjan bendir á að betra sé að þrífa snertifletina áður en átt er við stillingarnar. 

Öryggisleiðbeiningar

Flugfreyjan ráðleggur fólki að þrífa leiðbeiningarnar í sætisvasanum áður en það handfjatlar þær. 

Öryggisbeltið

„Þrífið það bara,“ segir Kamalani um öryggisbeltið.  



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert