Slagsmál brutust út á milli tveggja flugfarþega í Bandaríkjunum eftir að flugfarþegi neitaði að nota grímu. Ferðalangur sem flúði sæti sitt vegna látanna í mönnunum náði að taka upp hluta af átökunum og birti á samfélagsmiðlum.
Flugfarþegarnir voru á leiðinni frá Mesa-Phoenix í Arizona til Provo í Utah með flugfélaginu Allegiant Air. Maðurinn sem neitaði að taka af sér grímuna yfirgaf að lokum flugvélina og flugvéin fór á loft.
Maðurinn sem neitaði að notaði grímu sagðist vera með hlífðargler fyrir andltinu og þyrfti ekki andlitsgrímu. Konan sem tók upp atvikið greindi frá því á Instagram að flugfreyja hefði reynt að útskýra að hann þyrfti að nota grímu en maðurinn var ekki til í það. Við þetta reiddist annar maður með þeim afleiðingum að þeir fóru að rífast svo heiftarlega að það kom til handalögmála.
View this post on InstagramA post shared by Rylie Lansford (@bakedbyrylie) on Oct 3, 2020 at 6:38pm PDT
View this post on InstagramA post shared by Rylie Lansford (@bakedbyrylie) on Oct 3, 2020 at 6:44pm PDT