Fer ekki í fangelsi vegna neikvæðu umsagnarinnar

Bandaríkjamaðurinn Wesley Barnes og Sea View hótelið á Koh Chang …
Bandaríkjamaðurinn Wesley Barnes og Sea View hótelið á Koh Chang hafa komist að samkomulagi. AFP

Bandaríkjamaðurinn sem var kærður af taílensku ferðmannastað vegna neikvæðrar umsagnar á Tripadvisor náði að semja við umræddan ferðamannastað. Hann mun því ekki sæta fangelsisvist. 

Wesley Barnes skrifaði í umsögn sinni á Tripadvisor um Sea View á Koh Chang eyju að hann hefði hitt „óvingjarnlegt starfsfólk“ sem „hagaði sér eins og það vildi ekki að neinn væri hérna“. Hann sakaði ferðamannastaðinn einnig um „nútíma þrælahald“.

Ferðamannastaðurinn kærði hann fyrir ummælin og sakaði hann um að skaða orðstír hótelsins. 

Barnes var handtekinn í Taílandi og var í varðhaldi lögreglu í tvo daga. Hefði hann verið fundið sekur hefði hann átt yfir höfði sér 2 ára fangelsisdóm. 

Barnes og Sea View náðu samkomulagi í dag, fimmtudag, eftir sáttafund með lögreglunni í Taílandi. Barnes hefur „samþykkt að framfylgja tillögum hótelsins,“ sagði Kitti Maleehuan, yfirmaður á lögreglustöðinni í Koh Chang. Hann hefur einnig beðið hótelið og starfsfólk þess afsökunar.

Hótelið hyggst draga kvörtun sína til baka ef Barnes stendur við sinn hluta samningsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert