Bestu borgir Evrópu árið 2020

Kaupmannahöfn er í 11. sæti á lista yfir bestu borgir …
Kaupmannahöfn er í 11. sæti á lista yfir bestu borgir Evrópu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Árið 2020 er kannski óvenjulegt en það kemur ekki í veg fyrir að lesendur ferðatímaritsins Condé Nast Traveller velji sína uppáhaldsborg í Evrópu. Nú er búið að opinbera topp-40-borgirnar en Reykjavík er ekki á þeim lista. 

Í vef tímaritsins kemur fram að borgirnar sem koma til greina eigi það sameiginlegt að búa yfir veitingastöðum á heimsklassa, flottum hótelum, vinalegum heimamönnum og áhugaverðri sögu. 

Ef þú hefur ekki þegar komið til borganna geturðu látið þig dreyma um spennandi borgarferð þegar kórónuveirufaraldrinum lýkur. 

Fimm efstu

1. Lyon í Frakklandi. Stig: 92,41.

2. Monte Carlo í Mónakó. Stig: 92,23.

3. Vín í Austurríki. Stig: 91,48.

4. Valletta á Möltu. Stig: 91,47. 

5. Salzburg í Austurríki.  Stig: 91,36.

Saint Stephen-dómkirkjan í Vín.
Saint Stephen-dómkirkjan í Vín. AFP

Sjötta til tíunda sæti

6. Siena á Ítalíu. Stig: 91,15. 

7. Portó í Portúgal. Stig: 90,80.

8. Flórens á Ítalíu. Stig: 90,78. 

9. Edinborg í Skotland. Stig: 90,57. 

10. Helsinki í Finnlandi. Stig: 90,35.

Flórens.
Flórens. AFP

11. til 15. sæti

11. Kaupmannahöfn í Danmörku. Stig: 90,33. 

12. Kraká í Póllandi. Stig: 90,12.

13. Sevilla á Spáni. Stig: 90,06.

14. Valensía á Spáni. Stig: 89,96.

15. Lissabon í Portúgal. Stig:89,90.

Bairro Alto-hverfið í Lissabon.
Bairro Alto-hverfið í Lissabon. AFP

16. til 20. sæti

16. Palma á Mallorca. Stig: 89,73.

17. Luzern í Sviss. Stig: 86,69. 

18. San Sebastian á Spáni. Stig: 89,69. 

19. Varsjá í Póllandi. Stig: 89,50. 

20. Amsterdam í Hollandi. Stig: 89,47. 

Rauðahverfið í Amsterdam.
Rauðahverfið í Amsterdam. AFP

21. til 25. sæti

21. Dubrovnik í Króatíu. Stig: 89,43. 

22. Aþena í Grikklandi. Stig: 89,23. 

23. Moskva í Rússlandi. Stig: 89,22. 

24. Barselóna á Spáni. Stig: 89,20. 

25. Istanbúl í Tyrklandi. Stig: 88,55. 

Aþena.
Aþena. AFP

26. til 30. sæti. 

26. Stokkhólmur í Svíþjóð. Stig: 88,54.

27. Galway á Írlandi. Stig: 88,44. 

28. Sankti-Pétursborg: Stig: 88,42. 

29. Feneyjar á Ítalíu. Stig: 88,38. 

30. Zürich í Sviss. Stig: 88,28.

Í Feneyjum.
Í Feneyjum. AFP

31. til 35. sæti

31. Granada á Spáni. Stig: 88,20. 

32. Bergen í Noregi. Stig: 88,04. 

33. Lundúnir í Englandi. Stig: 87,92. 

34. Ósló í Noregi. Stig: 87,71. 

35. Bologna á Ítalíu. Stig: 87,65. 

London.
London. AFP

36. til 40 sæti

36. Madríd á Spáni. Stig: 87,60. 

37. Malaga á Spáni. Stig: 87,33. 

38. Tórínó á Ítalíu. Stig: 87,00. 

39. München í Þýskalandi. 86,95. 

40. Róm á Ítalíu. Stig: 86,83.

Í München.
Í München. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert