Clooney fékk óblíðar móttökur á Íslandi

George Clooney leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í mynd sem tekin …
George Clooney leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í mynd sem tekin er upp að hluta á Íslandi. AFP

Leikarinn og leikstjórinn George Clooney er að kynna mynd sína The Midnight Sky sem var að hluta til tekin upp á jökli á Íslandi. Erfiðar aðstæður mættu Clooney og tökuliðinu á Austurlandi í október í fyrra. 

Clooney sagði að það hefði reynt gífurlega á líkamlegt atgervi þeirra á Íslandi að því er fram kemur á vef Deadline. Það hefði verið 31 metri á sekúndu og 40 stiga frost. Hvort sem Clooney var aðeins að ýkja eða ekki voru þau í tökum við gífurlega erfiðar aðstæður. 

Myndin bar vinnutitilinn Good Morn­ing, Midnig­ht á Íslandi og segir frá geimförum. Í tökunum á Íslandi sagði aðalleikkonan, Felicity Jones, mótleikara sínum og leikstjóranum fréttir sem áttu eftir að gera tökurnar enn flóknari. 

Felicity Jones sagði Clooney að hún væri ólétt á Íslandi.
Felicity Jones sagði Clooney að hún væri ólétt á Íslandi. AFP

„Ég var uppi á hálendi á Íslandi, mjög vansæll, og hún segir: ég er með fréttir, ég er ólétt. Ég bara: frábært. En svo segi ég: ókei, það á eftir að flækja hlutina,“ sagði Clooney á rafrænni kvikmyndahátíð á dögunum. Hann ætlaði ekki að setja ólétta konu í víra, þvert á vilja Jones. 

Myndin verður frumsýnd á Netflix í desember. Ekki er ólíklegt að hún eigi eftir að vekja athygli erlendra ferðamanna á Íslandi.

„Þau eru á Skála­fells­jökli þar sem er farið í vélsleðaferðir og þess hátt­ar. Þetta er ekki stór ferðamannastaður þannig lagað séð. Þetta hef­ur voða lít­il áhrif á okk­ur. Þetta er bara já­kvætt fyr­ir ferðaþjón­ust­una sem nýt­ur góðs af,“ sagði Stein­unn Hödd Harðardótt­ir, aðstoðarmaður Vatna­jök­ulsþjóðgarðsvarðar, í viðtali við mbl.is í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert