Huffman vill fá að ferðast aftur

Felicity Huffman er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Lynette Scavo …
Felicity Huffman er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Lynette Scavo í þáttunum um Aðþrengdu eiginkonurnar. AFP

Lögmenn hollywoodleikkonunnar Felicity Huffman hafa óskað eftir því að hún fái vegabréfið sitt aftur svo hún geti farið að ferðast. Huffman var dæmd í háskólasvindlsmálinu svokallaða og þurfti meðal annars að skila inn vegabréfinu.

Huffman var dæmd í tveggja vikna fangelsi og gert að inna af hendi 250 klukkustundir af samfélagsvinnu. Hún hefur lokið við bæði fangelsisvistina og samfélagsvinnuna og nú vill hún fá að ferðast aftur. 

Vegabréfið er í höndum skilorðsnefndarinnar og samkvæmt gögnum í málinu sem TMZ er með undir höndum fer dómarinn ekki fram á að vegabréfi hennar verði haldið lengur en það tekur hana að afplána dóm sinn. Það stendur því ekkert í vegi fyrir því að Huffman fái vegabréfið aftur. 

Kórónuveiran hefur þó mikil áhrif á ferðalög um þessar mundir en þeir efnameiru hafa þó fundið leiðir til að ferðast með einkaþotum sínum víða um heim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert