Góðir flugvellir skipta miklu máli, það vita vanir ferðalangar. Lesendur ferðatímaritsins Condé Nast Traveller gáfu bestu flugvöllum í heimi einkunn og mátti sjá kunnugleg nöfn á toppi listans.
Í Asíu er að finna marga af mestu flugvöllum heims. Á listum sem þessum er ekki óvanalegt að sjá flugvelli á borð við flugvöllinn í Hong Kong, Singapúr og Tókýó. Það var ekkert öðruvísi að þessu sinni.
Bestu flugvellir í heimi árið 2020 að mati lesenda Condé Nast Traveller:
1. Flugvöllurinn í Singapúr með 95,38 stig.
2. Flugvöllurinn í Doha með 95,18 stig.
3. Savannah/Hilton Head International í Georgíu í Bandaríkjunum með 93,89 stig.
4. Seoul Incheon-flugvöllurinn í Suður-Kóreu með 93,60 stig.
5. Flugvöllurinn í Dúbaí með 91,87 stig.
6. Indianapolis-flugvöllur í Indíana í Bandaríkjunum með 91,40 stig.
7. Flugvöllurinn í Palm Beach í Flórída Bandaríkjunum með 91,32 stig.
8. Montego Bay á Jamaíku með 91,27 stig.
9. Tókýó Haneda-flugvöllur í Japan 91,06.
10. Flugvöllurinn í Hong Kong 90.69.
Lesendur kusu einnig um bestu flugvellina í Bretlandi en þeir fengu aðeins verri einkunnir en bestu flugvellir í heimi.
1. London Heathrow með 79,51 stig.
2. London Luton með 76,51 stig.
3. London Gatwick með 71,05.
4. London Stansted með 66,25 stig.
5. Flugvöllurinn í Manchester með 58,36 stig.