Ferðalög framtíðarinnar verða til Sansibar

Eyjaklasinn Zanzibar þykir vænlegur staður að ferðast til í ferðalögum …
Eyjaklasinn Zanzibar þykir vænlegur staður að ferðast til í ferðalögum framtíðarinnar. mbl.is/skjáskot Instagram

Sansibar er eyja í einstaklega fallegum eyjaklasa í Indlandshafi og hluti af lýðveldinu Tansaníu. Eyjaklasinn er 25 til 50 kílómetra frá meginlandinu og eru Pemba og Unguja vinsælustu eyjarnar auk Sansibars. Unguja er sú stærri af þessum tveimur en hún er þekkt fyrir fallegar strendur og glæsileg kóralrif.

Sansibar, Pemba og Unguja eru stundum kallaðar Kryddeyjarnar. Það nafn fengu þær vegna áralangrar kryddframleiðslu eyjanna. 

Travel + Leisure biður lesendur sína að velja áhugaverðustu áfangastaði í Mið-Austurlöndum og Afríku árlega. Sansibar er vanalega í efstu sætunum í því vali og má ætla að eyjaklasinn verði vinsæll áfangastaður í ferðalögum framtíðarinnar.

Travel + Leisure

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert