Inkaborgin Machu Picchu var opnuð í gær eftir tæplega átta mánaða lokun. Aðeins einn ferðamaður hefur fengið að heimsækja staðinn síðan í mars en hann fékk leyfi frá stjórnvöldum fyrir heimsókninni.
Machu Picchu var lokað vegna kórónuveiruheimsfaraldursins í mars.
Inkaborgin mikla var opnuð við mikil hátíðahöld að sið Inkanna eins og sjá má í spilaranum hér fyrir ofan.
Fyrst um sinn munu aðeins 675 ferðalangar fá leyfi til þess að skoða borgina á hverjum degi.