Bjóða fríar gönguleiðir fram að áramótum

Meðal frírra gönguleiða er gönguleiðin umhverfis Elliðavatn.
Meðal frírra gönguleiða er gönguleiðin umhverfis Elliðavatn. mbl.is/Golli

Á tímum kórónuveiru er gríðarlega mikilvægt að hreyfa sig. Nú þegar líkamsræktarstöðvar eru lokaðar er um að gera að láta ekki deigan síga og fara frekar út að ganga. Íslenska gönguappið Wapp býður upp á fjölda gönguleiða án endurgjalds fram að áramótum. 

Á meðal þeirra gönguleiða sem verða fríar fram að áramótum eru söguganga um Elliðaárdal, ganga á Helgafell og meðfram Varmá og ganga á Hafrahlíð, Reykjaborg og Þverfell. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert