Bjóða ferðir til Madeira í maí

Madeira er stundum kölluð perla atlantshafsins.
Madeira er stundum kölluð perla atlantshafsins. Ljósmynd/Heimsferðir

Ferðaskrifstofan Vita ætlar að bjóða ferðir til portúgölsku eyjunnar Madeira í vor. Madeira er algjör paradísareyja 400 km vestur af ströndum Afríku. Á Madeira hafa aðeins 440 greinst með kórónuveirusmit frá því í upphafi faraldursins.

Boðið er upp á beint flug með Icelandair og er flugtíminn fjórir tímar. Almennar sóttvarnir gilda á öllum hótelum sem Vita er með samning við. Handsprittun, grímunotkun þar sem við á og 1-2 metra fjarlægðarregla. Herbergi eru sótthreinsuð milli gesta.

Eins og staðan er í dag þurfa þeir sem heimsækja vilja Madeira að fara í PCR-próf 72 tímum fyrir komuna til Madeira og koma til skila upplýsingum um neikvæða niðurstöðu. Ef neikvæðu PCR-prófi er ekki skilað inn við komuna er hægt að fara í skimun á landamærunum og fara í einangrun þar til niðurstöður liggja fyrir. Einnig er hægt að velja um 14 daga einangrun við komu. 

Það má með sanni segja að Madeira sé himnaríki á jörð. Friðsæld, fallegt landslag og fjölbreytt gróðurfar, ásamt afar góðu veðurfari, heillar og dregur að ferðamenn hvaðanæva. Madeira er portúgölsk, tiltölulega lítil eyja, ríflega 1.000 ferkílómetrar. En sagan er hér afar forvitnileg. Eyjan sjálf og nálægu eyjarnar Porto Santo og Desertas-eyjar voru miðstöð hins mikla landkönnunar- og nýlenduveldis Portúgala fyrr á öldum og drógu að sér sæfara og drekkhlaðin sæför úr öllum heimsálfum. 

Höfuðborgin Funchal stendur við hvítar og skínandi strendur Atlantshafsins og þar búa um 112 þúsund manns. Yfir borginni gnæfa háir og klettóttir fjallstindar. Funchal er gömul nýlenduborg, lifandi og skemmtileg, mikið er um steinlagðar gangstéttir og þröngar götur, endurnýjuð gömul hús í bland við dásamleg kaffihús og glæsta veitingastaði.

Nánar má kynna sér ferðina á vef Vita.

Madeira er mikil náttúruparadís
Madeira er mikil náttúruparadís Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka