Bjóða upp á heilagt útsýnisflug

Thai Airways opnar himnana fyrir þá trúuðu.
Thai Airways opnar himnana fyrir þá trúuðu. AFP

Taílenska flugfélagið Thai Airways hefur nú slegist í hóp þeirra flugfélaga sem bjóða upp á útsýnisflug, eða flugferðir út í buskann, í heimsfaraldrinum. Það sem er þó nýtt hjá Thai Airways er að flugið er „heilagt“.

Í útsýnisfluginu, sem tekur þrjár klukkustundir, verður flogið yfir 99 heilaga staði í 31 sýslu í Taílandi. 

Ráðgert er að vélin fari í loftið um klukkan hálftvö frá Bangkok hinn 30. nóvember. Fluginu er beint að trúuðu fólki og er ætlað að vera eins konar pílagrímsför í háloftunum. 

Í loftinu verða trúarsöngvar kyrjaðir og bænabók gefin út til farþega.

Bangkok Post

Meðal annars verður flogið yfir Wat Samphran í Nakhon Pathom.
Meðal annars verður flogið yfir Wat Samphran í Nakhon Pathom. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert